fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“

Pressan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 14:48

Trump er eiginlega bara gullóður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir blaðakonu CNN á mánudaginn eftir að hún bar upp spurningu um málefni Kilmar Abrego Garcia, sem fyrir mistök var brottvísað úr landi og sendur í fangelsi í El Salvador. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að yfirvöldum beri að koma Garcia aftur heim, en ríkisstjórn Trump þverneitar að verða við því.

Blaðakonan, Kaitlan Collins, spurði hvers vegna ríkisstjórnin neitaði að fara eftir ákvörðun Hæstaréttar. „Þú sagðir sjálfur að ef hæstiréttur segði að ykkur bæri að sækja einhvern þá myndir þú verða við því,“ sagði Collins.

Trump varð ekki ánægður með spurninguna. Hann greip fram í fyrir blaðakonunni og sagðist ekkert þurfa að svara svona spurningu. „Hvers vegna segirðu ekki frekar: Það er dásamlegt að við séum að halda glæpamönnum frá landinu okkar?,“ sagði forsetinn pirraður og hélt áfram: „Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur. Þið hafið engan trúverðugleika.“

Hæstiréttur var skýr í niðurstöðu sinni. Yfirvöldum bæri skylda til að koma því til leiðar að Garcia kæmist aftur heim til eiginkonu sinnar og barna, enda hefðu yfirvöld þegar viðurkennt að hann hafi verið sendur úr landi að tilefnislausu. Dómsmálaráðuneytið heldur því þó fram að Bandaríkin hafi engar valdheimildir í El Salvador og geti ekki skipað stjórnvöldum þar í landi að gera eitt né neitt. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, segist ekki ætla að skipta sér af máli Garcia. „Hvernig get ég skilað honum til Bandaríkjanna? Á ég að smygla honum inn í landið? Auðvitað geri ég ekkert slíkt. Spurningin er galin. Við erum ekki hrifin af því að sleppa hryðjuverkamönnum úr haldi“

Garcia var fyrir mistök sendur til El Salvador þrátt fyrir að hann hafi í Bandaríkjunum fengið alþjóðlega vernd auk loforðs um að vera aldrei sendur aftur til El Salvador eftir að hann flúði undan ofbeldi glæpahópa. Hann á eiginkonu og börn í Maryland og er með hreina sakaskrá og engin staðfest tengsl við glæpahópa í heimalandi sínu. Engu að síður heldur ríkisstjórn Trump því fram að hann sé glæpamaður. Eftir að hann var sendur úr landi hefur lítið til hans spurst en eftir að sögusagnir fóru að ganga um að hann væri látinn tilkynntu bandarísk stjórnvöld að hann væri á lífi og öruggur. Enginn hefur þó náð tali af honum síðan hann var sendur úr landi, svo vitað sé.

Líklegt þykir að hann sé í hinu alræmda CECOT-fangelsi sem hýsir einnig marga meðlimi úr glæpagenginu Barrio-18, sem Garcia flúði undan á sínum tíma. Móðir hans rak bakarí í bænum San Salvador og gekk reksturinn svo vel að gengið fór að beita fjölskylduna fjárkúgun. Til að tryggja greiðslur hótaði gengið að skaða Garcia, nauðga systur hans og myrða bróður hans, Cesar. Loks bauðst gengið til að hætta ofsóknum sínum ef Cesar gengi til liðs við þá. Fjölskyldan afþakkaði boðið. Dag einn ruddist gengið inn á heimili þeirra og hótaði að drepa Cesar. Allt þar til faðir þeirra reiddi fram mútufé. Fljótlega eftir þetta sendi fjölskyldan Cesar til Bandaríkjanna. Þá beindi gengið spjótum sínum gegn Garcia. Fjölskyldan reyndi að losna undan ofsóknunum með því að flytja á milli staða en gengið fann þau alltaf aftur. Þegar Garcia var 16 ára, árið 2011, sendi fjölskyldan hann til Bandaríkjanna þar sem hann hafði uppi á bróður sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa