fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur

Pressan
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 07:30

Endurnar reyndust vera dúfur. Mynd:Spænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski veitingastaðurinn Jin Gu í Madríd á Spáni beitti heldur ógeðfelldum og óheiðarlegum aðferðum þegar kom að því að selja gestum veitingar. Boðið var upp á „djúpsteikta önd“ á matseðlinum en „djúpsteikta öndin“ var alls ekki önd heldur dúfur sem voru fangaðar í borginni.

Þetta kom í ljós þegar lögreglan gerði húsleit á veitingastaðnum nýlega. The Sun skýrir frá þessu og segir að á myndbandsupptökum sjáist pokar fullir af dauðum dúfum við hliðina á skálum, sem virðast fullar af djúpsteiktum dúfum sem voru tilbúnar til að vera bornar á borð fyrir viðskiptavini.

Lögreglan rannaska kjötið og fékkst þá staðfest að „endurnar“ voru dúfur af götum borgarinnar.

Átta frystar voru á veitingastaðnum. Í þeim fundust ómerktir og ódagsettir pakkar með kjöti og fiski.

Kakkalakkar voru á sveimi í eldhúsin og rottugildrur voru á gólfunum.

Kjöt hékk á snögum í fatahengi og engir hitamælar voru á geymslusvæði matvæla. Eldhúsáhöldin voru mörg hver ryðguð og skítug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“