fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir í suðurhluta Kaliforníu í gær brugðust fílarnir í dýragarðinum í San Diego við á ákveðinn hátt.

Myndband sem tekið var úr eftirlitsmyndavél í dýragarðinum sýnir hvernig fílarnir mynduðu einskonar varnarmúr utan um ungviðið í hjörðinni.

Skjálftinn var nokkuð snarpur en olli þó sem betur fer minniháttar skemmdum.

Á myndbandinu sést að fílarnir vissu til að byrja með ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið þegar jörðin byrjaði skyndilega að hristast undir fótum þeirra.

Þeir náðu fljótt áttum og tóku Ndula, Umngani og Khosi, þrír fullorðnir fílar í hjörðinni, sig til og mynduðu hring utan um tvo sjö ára kálfa sem eru í hjörðinni, þau Zuli og Mkhaya. Zuli, sem er karlkyns, reyndi að sýna örlítið sjálfstæði með því að vera á jaðrinum.

Eldri fílarnir voru með eyrun sperrt og sneru baki í hvorn annan til að ná sem bestri yfirsýn yfir hugsanlega hættu. Svona stóðu þeir í um fjórar mínútur uns „hættan“ var liðin hjá. Þeir endurtóku svo þennan sama leik þegar minni eftirskjálfti reið yfir skömmu síðar.

Fílar eru miklar félagsverur og nota margvísleg samskiptaform sín á milli, þar á meðal hljóð, snertingu og líkamsstöðu.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa