fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 04:10

Aðkoman var ekki hugguleg. Mynd:Genesee County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar starfsmenn símafyrirtækis uppgötvuðu að búið var að stela miklu magni af köplum frá byggingasvæði, höfðu þeir samband við lögregluna. Rannsókn lögreglunnar leiddi hana að húsi ekki fjarri byggingasvæðinu. Þegar lögreglumennirnir gengu inn í húsið er óhætt að segja að þeir hafi gengið inn í sannkallað hryllingshús.

Lögreglan í Genesee County í Michigan skýrði frá þessu að sögn People sem segir að þegar lögreglumennirnir komu að húsinu hafi þeir strax áttað sig á að þarna voru hlutirnir ekki eins og þeir áttu að vera.

Fyrir það fyrsta sáu þeir dauðan hund í búri. Annar hundur, illa á sig kominn af hungri og þorsta, ráfaði um garðinn.

Þegar lögreglumennirnir brutu sér leið inn í húsið fundu þeir annan illa á sig kominn hund. Þeir fundu einnig dauðan hvolp í pítsukassa.

En hundarnir fjórir voru ekki það eina sem lögreglumennirnir fundu. Húsið var að hruni komið, viðbjóðslegt að innan en samt sem áður bjuggu fjórar manneskjur þar. Þrír fullorðnir og níu ára barn.

„Það var ekkert rafmagn á ísskápnum og það var úldin matur í honum, svo enginn hefði átt að búa þarna,“ sagði Christopher Swanson, lögreglustjóri, á fréttamannafundi og bætti við að svelt og vanrækt dýr og vanræksla á barni hafi blasað við lögreglumönnunum.

Hinir fullorðnu voru öll handtekin og barninu var komið í umsjá félagsmálayfirvalda.

Einn hinna handteknu, hin 29 ára Kelly Walker, er grunuð um illa meðferð á barni, dýraníð og dráp og pyntingar á dýri. Annar, hinn 38 ára Charles Askbaker, er grunaður um dýraníð, dráp og pyntingar á dýri, illa meðferð á barni og vörslu skotvopns. Þriðji maðurinn, hinn 47 ára Dougal Nelson, er grunaður um þjófnað, vörslu fíkniefna og að hafa streist á móti við handtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði