fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 07:30

Hér brennur gasstöðin. Mynd:X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var sprengjum varpað á gasdælustöð í Sudzha. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa verið að verki og segja að Rússar hafi „ítrekað varpað sprengjum á stöðina“.

Segja Úkraínumenn að Rússar hafi gert þetta til að varpa sökinni síðan á Úkraínumenn með „tilhæfulausum“ ásökunum um að þeir hafi verið að verki. Allt sé þetta gert til að grafa undan hugsanlegu vopnahléi og friðarsamningi sem er verið að ræða undir forystu Bandaríkjanna.

Gasstöðin var mikilvæg fyrir gasstreymi til Evrópu í gegnum Úkraínu þar til Úkraínumenn neituðu að framlengja samninginn um gasstreymið í janúar síðastliðnum.

Tæplega helmingur af öllum gasútflutningi Rússa til Evrópu 2023 fór í gegnum stöðina. Hún er rússnesk en Úkraínumenn hafa verið með hana á sínu valdi um hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði