fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmaður mannúðarmála hjá Evrópusambandinu, Hadja Lahbib, segir að sökum loftlagsbreytinga, netárása og sjúkdóma séu auknar líkur á neyðarástandi fyrir 450 milljón íbúa Evrópusambandsins. Ógnir gegn Evrópu séu meiri en nokkru sinni áður og fólk þurfi að undirbúa sig undir það versta.

Lahbib segir mikilvægt að fólk komi sér upp neyðarbirgðum fyrir minnst 72 klukkustundir ef svörtustu spár skyldu verða að veruleika. Þetta eru birgðir á borð við mat, vatn, eldfæri, skilríki, lyf og stuttbylgjuútvarp.

Ríki Evrópusambandsins ættu líka að koma sér upp varabirgðum á borð við eldvarnaflugvélar, lyf, orku, samgönguleiðir sem og búnað til að takast á við ógnir sem varða kjarnorkuvopn, efna- og lífefnavopn og til að takast á við geislavirkni.

Lahbib hefur birt myndband þar sem hún sýnir hvað hún er með í veskinu. Hún er fyrst og fremst með gleraugun sín, pappírana sína og skilríki í vatnsþéttum umbúðum. Eins er hún með vasaljós, eldspýtur og kveikjara. Hún er svo með vatnsflösku, vasahníf sem er hægt að nota sem alls konar tól, lyfin sín, orkustykki, hleðslutæki, hleðslubanka, dósamat, spilastokk, útvarp og loks seðla.

„Því þú veist aldrei“

Lahbib segir að sá búnaður sem hún sýndi ætti að duga fólki í 72 klukkustundir í neyð. Líklega þarf fólk þó að pakka meiri vökva en einni vatnsflösku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði