fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. mars 2025 15:30

Melania og Donald Trump á brúðkaupsdaginn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsilegur Christian Dior brúðarkjóll forsetafrúarinnar Melania Trump er til sölu á Ebay, listaverðið er 45 þúsund dalir eða um 6 milljónir króna.

Kjóllinn er hannaður af John Galliano, og valdi Melania hann sjálf á sínum tíma í París með aðstoð ritstjóra Vogue, Anna Wintour. Melania og Donald Trump giftu sig í janúar 2005. Trump bað Melania í apríl 2004 eftir sex ára samband og sonur þeirra, Barron, fæddist í mars 2006.

Rithöfundurinn Liana Satenstein sagði frá því að kjóllinn sem Trump greiddi að sögn 100 þúsund dali fyrir væri skráður til sölu á Ebay fyrir 45 dali dali (eða besta tilboð) með ókeypis sendingu frá konu sem segist hafa keypt kjólonn af forsetafrúnni. Satenstein sagði Patricia Torvalds vinkonu sína hafa rekist á auglýsinguna þegar hún var að leita að „80s Dior kjólum“. Kjólinn var settur í sölu í janúar.

Seljandinn svaraði Torvalds og sagðist hafa keypt kjólinn frá Melania á 70 þúsund dali, en þær eiga sameiginlegan vin, fyrir sitt eigið brúðkaup árið 2010. Hún hafi gert smávægilegar breytingar á upprunalegu hönnuninni, þar á meðal „nýtt lag af satíni neðst, útsaumsstykki að ofan og meira efni aftan á kjólnum“ auk þess sem hún hefði bætt hlýrum við. 

Melania klæddist kjólnum ásamt brúðarslöru á forsíðu Vogue í febrúar 2005.

Kjóllinn var saumaður úr 92 metrum af hvítu hertogaynjusatíni og handsaumaður með kristalperlum, vinnan við kjólinn tók um 550 klukkustundir. Kjólinn vegur um 30 kg eins og kom fram í Vogue á sínum tíma.

Donald Trump, sem bað Melania á leið þeirra á Met Gala árið 2004, deildi mynd frá brúðkaupi þeirra nú í janúar þegar þau fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði