fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Tvíburabræður fundust látnir á fjallstoppi – Fjölskylda þeirra krefst svara

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 04:10

Qaadir og Naazir. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir áttu að vera í flugvél á leið til Boston til að heimsækja vini sína. En þess í stað fundust tvíburabræðurnir Qaadir og Naazir Lewis, sem voru 19 ára, látnir á toppi Bell Mountain. Þeir voru báðir með skotsár.

New York Post segir að fjölskylda þeirra neiti að sætta sig við skýringu lögreglunnar en hún segir að annar bróðirinn hafi skotið hinn og síðan svipt sig lífi.

Fjölskyldan telur þetta algjörlega útilokað. „Við þekkjum þá. Þeir myndu aldrei gera neitt þessu líkt. Að segja að þeir hafi gert hvor öðrum þetta? Nei. Það gerðist eitthvað þarna uppi á fjallinu og við viljum fá svör,“ sagði Yasmin Brawner, frænka þeirra.

Frændi þeirra, Rahim Brawner, sagði að bræðurnir hafi verið óaðskiljanlegir og að þeir hefðu aldrei unnið hvor öðrum mein.

Það var fjallgöngumaður sem fann lík bræðranna þann 8. mars. Þeir voru báðir með skotsár og flugmiðarnir til Boston voru í veskjum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði