fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska ríkisstjórnin segir að fjórir kanadískir ríkisborgarar hafi verið teknir af lífi í Kína vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni.

Mélanie Jolly, utanríkisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi að sögn BBC og fordæmdi aftökurnar.

„Það er ekki hægt að afturkalla þær og þetta samræmist ekki grundvallar mannréttindum,“ sagði Jolly.

Hún sagði að Kanadamenn hafi ítrekað hvatt Kínverja til að sýna fjórmenningunum miskunn og hætta aftökum.

Kínverska sendiráðið í Kanada varði aftökurnar á fólkinu, sem var með tvöfalt ríkisfang, og sagði að brot á fíkniefnalöggjöfinni séu alvarleg afbrot og á heimsvísu séu brot á fíkniefnalöggjöfinni talin alvarleg ógn við samfélagið.

Í yfirlýsingu sendiráðsins sagði að Kínverjar hafi alltaf tekið hart á brotum á fíkniefnalöggjöfinni og hafi ekkert umburðarlyndi gagnvart slíkum brotum.

Talsmaður kínverska sendiráðsins hvatti þess utan kanadísk yfirvöld til að virða fullveldi Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði