fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 14:30

Trump fylgir áætluninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að ríkisstjórinn í Colarado fjarlægi málverk sem er til sýnis í ráðhúsinu.

„Enginn kann að meta slæma mynd eða málverk af sjálfum sér, en þetta tiltekna í Colarado, sem ríkisstjórinn hengdi upp í ráðhúsinu við hlið hinna forsetanna, var viljandi afbakað með slíkum hætti að ég hef aldrei vitað annað eins,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínu Truth Social á sunnudaginn. „Málarinn gerði líka myndina af Obama og hann kemur þar glæsilega út, en málverkið af mér er svo sannarlega það versta. Henni hlýtur að vera að bregðast bogalistin með aldrinum.“

Trump segist frekar vilja ekkert málverk af sér í ráðhúsið heldur en það sem hangir þar núna. Hann segir fjölda stuðningsmanna hafa sett sig í samband við ráðhúsið til að reyna að fá málverkið fjarlægt. Trump hafi því sett sig í samband við „öfgavinstri ríkisstjórann“ Jared Polis og kallað eftir því að hann taki málverkið niður og skammist sín.

Trump notaði tækifærið og gagnrýndi ríkisstjórann fyrir að hafa ekki tekið nægilega vel á glæpum í Colarado, einkum glæpum sem tengjast genginu Tren de Aragua sem er nýjasta grýlan í aðgerðum Trump gegn innflytjendum. „Jared ætti að skammast sín“.

Gagnrýni forsetans missir þó marks þegar málið er krufið. Þetta umdeilda málverk hefur nefnilega ekkert með Jared Polis að gera. Það var árið 2018 sem aðgerðarsinni smyglaði málverki af Rússlandsforseta, Vladimir Pútín, inn í ráðhús Colarado. Veggsvæði var þar frátekið fyrir Trump við hlið fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hins vegar höfðu repúblikanar ekki náð að fjármagna slíkt málverk á þessum tíma og svæðið því autt þar til málverkinu af Pútín var laumað þangað.

Eftir þennan gjörning ákváðu þingmenn repúblikana í Colarado að ráðast í fjáröflun og á aðeins 36 klukkustundum tókst að safna 1,4 milljón sem dugði fyrir málverkinu. Það voru því stuðningsmenn Trump sem borguðu málverkið, en ekki ríkisstjórinn.

Listakonan sem málaði það heitir Sarah Boardman sem hafði áður málað Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, og fengið mikið lof fyrir og þar áður hafði hún málað George W. Bush árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði