fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Tannlæknir segir að þessi mistök geri tennurnar gular

Pressan
Sunnudaginn 23. mars 2025 11:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dreymir þig um hvítari tennur en finnst sem þær verði bara sífellt meira gular? Breski tannlæknirinn Ferakh Hamid segir að margir geri tvenn mistök þegar þeir tannbursta sig og það geti átt sök á að tennurnar verði meira gular en ella.

Fyrri mistökin, sem margir gera, er að þeir tannbursta sig án þess að bleyta tannburstann fyrst. Hamid sagði að ef þú burstar tennurnar án þess að bleyta tannburstann, þá geti það gert tennurnar mislitar. Án raka dreifist tannkremið ekki nægilega vel um tennurnar og það getur valdið því að blettir myndast á glerungnum.

Þetta er auðvitað auðvelt að leysa, bara að bleyta tannburstann áður en byrjað er að tannbursta. Það tryggir að tannkremið dreifst jafnt um tennurnar.

Seinni mistökin eru að margir bursta tennurnar skömmu eftir að hafa drukkið safa eða kaffi eða borðað sítrusávexti.

Hamid sagði að það geri tennurnar meira gular ef maður tannburstar skömmu eftir að hafa innbyrt matvæli sem innihalda sýru. Sýran gerir glerunginn mjúkan og ef þú burstar tennurnar of snemma, þá getur þú burstað glerunginni í burtu og þannig gert meira ógagn en gagn.

Lausnin á þessu er að bíða með tannburstun í minnst 30 mínútur eftir að hafa drukkið eða borðið eitthvað sýruríkt.

Þessu til viðbótar ráðleggur Hamid fólki að bursta tennurnar í tvær mínútur, tvisvar á dag. Að hreins tunguna einu sinni á dag. Að nota tannþráð. Að fara reglulega til tannlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði