fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél

Pressan
Laugardaginn 22. mars 2025 20:00

Ætli hún sé rétt klædd?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar verið er að undirbúa sig undir flugferð, er eðlilegt að beina sjónunum að farangrinum, brottfarar- og komutíma og að vera undir það búin að fara í gegnum öryggisleit. En eitt er það sem mörgum yfirsést – klæðnaðurinn.

Ferðasérfræðingurinn Mari sagði í samtali við The Express að val á fatnaði fyrir flugferð geti skipt miklu máli varðandi öryggi farþegans.

Margir velja sér fatnað út frá þægindum en Mari segir mikilvægt að huga að öryggisþættinum og bendir á að efni á borð við pólýester og nælon geti verið hættuleg ef eldur kemur upp.

„Ef eldur kemur upp í farþegarýminu eða eftir nauðlendingu, þá geta gerviefni bráðnað og brennt sig inn í húðina. Það getur líka kviknað í náttúrulegum efnum en gerviefni brenna hraðar og afleiðingarnar eru alvarlegri,“ segir hún.

Hún ráðleggur fólki því að klæðast fatnaði úr náttúrulegum efnum á borð við bómull, silki eða ull. Þessi efni eru öruggari og anda einnig betur en það getur gert ferðina enn þægilegri.

Annar fatnaður og skór geta einnig valdið vandræðum í flugferðum.

Háir hælar og inniskór geta verið til vandræða ef neyðarástand kemur upp og yfirgefa þarf flugvélina í skyndingu. Háir hælar geta einnig skemmt björgunarbúnað á borð við uppblásnar rennibrautir.

Hvít föt eru ekki öryggisógn en það er gott að hafa í huga að þau geta orðið skítug ef vélin lendir í ókyrrð og eitt og annað fer á flug í henni.

Heilgallar geta verið til trafala þegar farið er á klósettið því þar er plássið lítið og það getur verið erfitt að glíma við heilgalla þar inni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði