fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Læknir segir að þessi matvæli vinni gegn hármissi

Pressan
Laugardaginn 22. mars 2025 16:30

Spínat vinnur gegn hármissi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið mikið áfall að missa hárið og það getur verið óþægilegt. Margir þættir valda hármissi. Samkvæmt upplýsingum frá National Health Services þá er eðlilegt að missa 50 til 100 hár á dag en yfirleitt tekur fólk ekki eftir því.

Þrátt fyrir að það sé oft ekki neitt sérstakt áhyggjuefni að missa hár, þá getur það stundum verið merki um heilsufarsvandamál og þá er mikilvægt að leita til læknis. Tímabundinn hármissir getur verið afleiðing af stressi, sjúkdómum, járnskorti, þyngdartapi eða aukaverkanir af krabbameinsmeðferð.

Dr. Suhail Alam, sérfræðingur í hárígræðslum og forstjóri Aventus Clinic, mælir með fæðu sem inniheldur mikið af næringarefnum á borð við bíótíni, járni, sinki og omega-3 fitusýrum til að örva hárvöxtinn og koma í veg fyrir að hárið þynnist.

Hér fyrir neðan er listi yfir nokkur matvæli sem styrkja hárið:

Ostrur – Þær innihalda 16,6 mg af sinki í hverjum 100 grömmum og eru ein besta uppspretta þessa mikilvæga steinefnis. Sinkskortur veldur hármissi, því sink gegnir lykilhlutverki í starfsemi hársekkjanna.

Lax – Hann inniheldur um 2,3 grömm af omega-3 fitusýrum í hverjum 100 grömmum. Þetta styrkir hársvörðinn og dregur úr bólgum sem geta valdið hármissi.

Egg – Þau innihalda um 12,5 grömm af prótíni og 25 µg bíótín í hverjum 100 grömmum. Þessi efni styrkja hárið.

Spínat – Það inniheldur um 2,7 mg af járni og 28 mg af C-vítamíni í hverjum 100 grömmum. Þetta styrkir upptöku járns og styrkir hárið. Spínat inniheldur einnig fólat og A-vítamín sem styrkja hársekkina.

Þess utan mælir Alam með neyslu á grískri jógúrt, sætum kartöflum, papriku og þangi til að styrkja hárið og vinna gegn hármissi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði