fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kanadamenn íhuga að hætta við kaup á bandarískum orustuþotum

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 07:00

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum sömdu Kanadamenn um kaup á 88 F-35 orustuþotum frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Lockheed Martin. Vélarnar kosta um 19 milljarða kanadískra dollara en það svarar til um 1.800 milljarða íslenskra króna.

Nú hefur Mark Carney, forsætisráðherra, beðið varnarmálaráðuneytið um að „leggja mat á“ hvort samningurinn sé góð fjárfesting og hvort það séu aðrir og betri möguleikar til að mæta þörfum Kanada.

Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að í ljósi breyttra aðstæðna verði að tryggja að kaupsamningurinn þjóni hagsmunum Kanada og kanadíska flughersins.

Kanadamenn hafa nú þegar greitt fyrir 16 fyrstu vélarnar en þær á að afhenda á næsta ári.

Telja má líklegt að ástæðan fyrir þessum hugleiðingum Kanadamanna sé sú spenna sem ríkir í samskiptum landsins við nágrannana í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði