fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Unglingur dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir morð

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 20:30

Frá vettvangi. Mynd:Hendricks County Prosecutor’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Briscoe, 16 ára, var dæmdur í 45 ára fangelsi í síðustu viku fyrir að hafa myrt hinn tvítuga Carlos Jair Neri-Guzman á síðasta ári.

The Independent segir að Brisoce hafi skotið Neri-Guzman til bana í Brownsburg í Indiana í byrjun mars á síðasta ári. Briscoe var aðeins 15 ára þá.

Neri-Guzman fannst látinn í Honda Civic bifreið sem var ekið á húsvegg. Íbúarnir í húsinu hringdu í neyðarlínuna eftir að þeir fundu Neri-Guzman í bílnum.

Nágranni sagði í samtali við WTHR að hann hafi haldið að slys hefði orðið, svo margir lögreglumenn hafi verið á vettvangi.

Lögreglan komst fljótlega að því að Neri-Guzman var skotinn til bana á bifreiðastæði þar sem hann hafði mælt sér mót við tvo aðila, annar þeirra var Briscoe.

Þegar húsleit var gerð heima hjá Briscoe fann lögreglan tvö skotvopn, Ruger LCP .380 kalibera og hálfsjálfvirka 9mm skammbyssu.

Hálfsjálfvirka skammbyssan var ekki með raðnúmer og var því líklega búin til úr hlutum sem eru seldir saman eða í sitt hverju lagi.

Briscoe neitaði að tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði