fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Breytingar eru að verða á náttúrufyrirbærinu – Áhrifanna gætir víða um heim

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að náttúrufyrirbærið La Nina vakni til lífsins á næstu mánuðum. Það mun gera að verkum að hitastig lækkar í stórum hluta Kyrrahafsins.

Þetta er mat Alþjóða veðurfræðisstofnunarinnar WMO.

La Nina hefur áhrif á yfirborðshita sjávar í stórum hluta Kyrrahafsins sem hefur síðan áhrif á veðurfar víða um heim.

La Nina hefur síðan í desember gert að verkum að það hefur verið óvenjulega svalt í mið- og austurhluta Kyrrahafsins.

El Nino, hitt náttúrufyrirbærið sem lætur á sér kræla í Kyrrahafi, veldur því að hitinn hækkar á stórum hluta svæðisins.

Þar sem það eru mjög stór svæði sem hitabreytingar verða á, þá hefur það áhrif á veðurkerfi um allan heim. Þetta getur valdið öfgafullu veðri með meiri úrkomu en venjulega og flóðum sums staðar en þurrkum annars staðar.

Veðurkerfin skiptast yfirleitt á að herja á Kyrrahafið. Á milli er nokkurs konar hlutlaust ástand.

Yfirleitt veldu La Nina meiri úrkomu og flóðum í Ástralíu en El Nino veldur hins vegar þurrkum þar. Í Suður-Ameríku veldur La Nina oft þurrkum en El Nino úrkomumeiri tímabilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði