fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Elon Musk miður sín og furðar sig á hatrinu í garð Tesla eftir skemmdarverk í gær – „Ég hef aldrei vitað annað eins“

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Las Vegas og alríkislögreglan (FBI) rannsaka nú skemmdarverk við þjónustuverkstæði Teslu sem áttu sér stað í gær. Kveikt var í bifreiðum með svokölluðum molotov-kokteil og eins hafði verið skotið á nokkrar bifreiðar með byssu. Elon Musk, eigandi Tesla, er miður sín út af málinu en skemmdarverk hafa verið unnin á Teslu-bifreiðum víða um Bandaríkin undanfarnar vikur. Musk segist ekki skilja hvað hann eða Tesla eigi að hafa gert af sér. Til að bæta gráu ofan á svart fór á dögunum í loftið vefsíða þar sem má finna kort af Bandaríkjunum þar sem búið er að merkja inn öll umboð Teslu, verkstæði, hleðslustöðvar og jafnvel einstaka Tesla-eigendur. Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa kallað eftir því að þessi mál verði rannsökuð sem hryðjuverk.

Mögulega hryðjuverk

Lögreglan í Las Vegas tók fram í yfirlýsingu í gær að ekki væri hægt að útiloka að skemmdarverkin á þjónustuverkstæðinu væru af pólitískum ástæðum. „Við erum meðvituð um að skýr merki eru um að þetta sé af pólitískum ástæðum og munum rannsaka alla anga málsins,“ sagði fógetinn Dori Koren.

Á öryggismyndavélum mátti sjá svartklæddan einstakling með molotov-kokteila. Þegar lögregla mætti á svæðið var eins búið að spreyja orðið resist, „veitið andspyrnu“, á inngang verkstæðisins. Minnst fimm bifreiðar urðu fyrir tjóni og þar af eru tvær gjörónýtar.

Alríkislögreglumaðurinn Spencer Evans, sem starfar fyrir hryðjuverkadeild FBI, sagði á blaðamannafundi í gær að fyrst hefði lögregla rannsakað glæpinn sem íkveikju en nú væri verið að íhuga að flokka hann sem hryðjuverk.

„Er þetta hryðjuverk eða eitthvað annað? Þetta hefur sum merki um hryðjuverk, svo sem textann á hurðinni, mögulega pólitískan hvata, þetta er ofbeldisverk. Svo við erum meðvitaðir um þetta.“

Skemmdarverk hafa eins verið framin með molotov-kokteilum í umboðum Teslu í Oregon, Colorado og Missouri. Eins var slíkum kokteil hent í Teslu-hleðslustöð í Suður-Karólínu. Eins hafa einstaka bílar orðið fyrir skemmdarverkum. Fólk hefur rispað þá með lyklum, spreyjað hakakross á þá og áfram mætti lengi telja. Sumir eigendur Tesla-bifreiða eru farnir að veigra sér við að nota bifreiðar sínar. Aðrir hafa reynt að dulbúa bifreiðar sínar með því að taka Telsa-merkið af og skipta því út fyrir eitthvað annað.

Þetta er ekki bundið við Bandaríkin og hafa skemmdarverk verið unnin á Teslu-bifreiðum og umboðum víða um Evrópu. Musk er nú orðinn uggandi vegna málsins og fékk Bandaríkjaforseta til að hjálpa sér í sögulegri stund við Hvíta húsið þar sem forsetinn gerðist eins konar bílasali. Hlutabréf í Teslu hafa lækkað um tæp 40% undanfarinn mánuð eftir að hafa farið á gífurlegt flug þegar Donald Trump var kjörinn forseti. Bara síðustu viku hafa bréfin lækkað um tæp 9%.

„Hvað gerði ég?“ spyr Musk.

Musk skrifaði á samfélagsmiðla í gær: „Þetta ofbeldi er galið og virkilega rangt. Tesla býr bara til rafbíla og hefur ekkert gert til að eiga þessa illsku skilið.“

Hann bætti svo við síðar að hér væri klárlega um hryðjuverk að ræða og klárt mál að vinstrimenn væru þarna að baki. Hann mætti svo í viðtal hjá Fox þar sem hann bar sig illa og sagðist ekkert hafa unnið sér til sakar annað en að reyna að uppræta spillingu hjá hinu opinbera.

„Kemur í ljós að þegar þú tekur af fólki peninga sem það fékk með sviksamlegum hætti þá kemst fólk í uppnám. Þeir [vinstrimenn] vilja í raun drepa mig því ég er að stöðva svikin þeirra. Og þeir vilja skaða Teslu því við erum að stöðva þessa óráðsíu og spillingu hjá hinu opinbera. Ætli þau séu ekki bara vont fólk og vont fólk mun gera vonda hluti.“

Elon sagði það koma sér á óvart að sjá allt þetta hatur frá vinstrisinnuðum, enda hafi vinstrimennirnir í demókrataflokknum gert út á að vera flokkur samkenndar og kærleika. „Samt eru þau að brenna niður bíla, kasta eldsprengjum á umboð, skjóta á umboðin og rústa Teslum. Tesla er friðsamt fyrirtæki, við höfum ekki valdið neinum skaða. Ég hef aldrei valdið neinum skaða. Ég hef bara gert uppbyggilega hluti. Ég held við séum með sturlaðan geðsjúkdóm sem er að ganga hérna því það er bara ekkert vit í þessu. Ég held líka að það séu brögð í tafli, ég veit ekki hver þau eru, en hver er að kosta þessi skemmdaverk og hver er að samstilla aðgerðirnar? Því þetta er galið, ég hef aldrei vitað annað eins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys