fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

6.000 manns horfðu á YouTubara myrtan í beinni útsendingu

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 07:00

Airi Sato. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku var Airi Sato, 22 ára, stungin til bana á götu úti í Tókýó á meðan hún var í beinni útsendingu á YouTube-rás sinni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að eins og svo oft áður hafi hún sent beint út á meðan hún ferðaðist með járnbrautarlest um stórborgina.

En að þessu sinni endaði ferðin skelfilega. Um 6.000 áhorfendur að útsendingu hennar sáu þegar maður réðst á hana og stakk ítrekað með hnífi.

Sato missti símann sinn og öskraði á meðan maðurinn stakk hana ítrekað í höfuð, hnakka og í búkinn. Hann beygði sig eitt sinn yfir hana og sagði: „Ertu dauð núna?“

Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn, sem er 42 ára, handtekinn. Hann hefur játað verknaðinn en sagðist ekki hafa ætlað að verða Sato að bana.

Hann heldur því fram að hún hafi skuldað honum peninga.

En það var ekki nóg með að fólk horfði á árásina og morðið í beinni útsendingu því fjöldi vegfarenda stoppaði til að mynda þetta og er fjöldi myndbanda af þessu hryllingsverki í dreifingu á Internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði