fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Þriggja mánaða hústöku farandfólks í Gaîté Lyrique lokið og lögreglan er nú gagnrýnd fyrir harðræði

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í morgun réðst lögreglan í París í umfangsmiklar aðgerðir til að stöðva hústöku farandfólks sem hefur staðið yfir síðan í desember. Um er að ræða sögulegu menningarstöðina Gaîté Lyrique en þann 10. desember streymdi inn hópur á vegum hóps aðgerðasinna sem kallar sig Belleville Park-ungmennafélagið. Hópurinn var stofnaður af unglingum og ungmennum frá Afríku. Hópurinn tók menningarstöðina yfir í mótmælaskyni og tilkynntu stjórnendum að þau ætluðu ekki að yfirgefa húsnæðið fyrr en stjórnvöld hefðu tryggt farandfólkinu, sem flest eru ólögráða börn, öruggt húsnæði.

Flestir í hópnum komu til Frakklands sem ólögráða börn og voru ekki í fylgd með fullorðnum. Þeim var þó neitað um landvistarleyfi. Rekstraraðili Gaîté Lyrique hélt lengi að sér höndunum í málinu enda þótti ótækt að vísa ungmennunum út í vetrarkuldann til að sofa á götunni. Ákveðið var að ráðast í samningaviðræður við hópinn en núna þremur mánuðum síðar þótti sú leið fullreynd og lögregla hóf aðgerðir í morgun til að koma fólkinu út.

Aðgerðum lauk um klukkan 08:30 að staðartíma. 46 voru handtekin. Aðstæður voru að sögn franskra miðla erfiðar þar sem fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan menningarstöðina en mótmælendur freistuðu þess að meina lögreglu inngöngu. Á endanum þurfti lögregla að beita táragasi og kylfum eftir að lögreglumenn voru umkringdir mótmælendum. Töluverð geðshræring greip um sig og minnst einn úr hópi farandfólks slasaðist í troðningi. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, fagnar aðgerðunum. Vissulega hafi verið um erfiðar og flóknar aðstæður að ræða en eitthvað þurfti að gera. Talið er að allt að 450 hafi tekið þátt í hústökunni þegar mest lét. Farandfólkinu var boðið tímabundið húsnæði sem flestir hafa afþakkað. Að sögn franskra miðla hvöttu kjörnir fulltrúar og aðgerðarsinnar hópinn til að segja nei þar sem aðeins var um tímabundna ráðstöfun að ráða. Hópurinn hefur kallað eftir varanlegri lausn á húsnæðisvanda þeirra.

Lögreglan í París hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir harðræði við aðgerðirnar í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum