fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 06:32

Íranski byltingarvörðurinn er einn handlangara klerkastjórnarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mehdi Yarrahi, íranskur söngvari, var nýlega hýddur með 74 höggum fyrir að hafa flutt lag þar sem ströngum reglum heimalands hans um klæðaburð kvenna var mótmælt.

Lögmaður hans, Zahra Minuei, staðfesti í færslu á X að Yarrahi hafi þegar tekið út refsingu sína og hafi hýðingin farið fram á skrifstofu saksóknara siðgæðislögreglunnar í Teheran.

The Independent segir að Yarrahi, sem er 42 ára, hafi verið handtekinn í ágúst 2023 og hafi dómstóll byltingarvarðarins dæmt hann í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og til að vera hýddur 74 sinnum.

Hann afplánaði eitt ár af dómnum í fangelsi en restina í stofufangelsi með ökklaband.

Áður en að hýðingunni kom, skrifaði hann á X: „Ég er tilbúinn til að taka þessari 74 högga refsingu. Ég gagnrýni þessa ómanneskjulegu pyntingu en ég fer ekki fram á frestun.“

Hann var dæmdur fyrir að hafa gefið út „ólöglegt lag sem gekk gegn siðferðisvitund og venjum íslamska samfélagsins“. Lagið heitir „Höfuðklúturinn þinn“. Í textanum hvetur hann konur til að taka höfuðklútinn af sér og til að mótmæla reglunum um klæðaburð kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði