fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Bandaríkin óska eftir aðstoð frá Dönum – Vantar egg

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 04:38

Egg eru holl og góð og rándýr í Bandaríkjunum þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið drama hefur verið í gangi á milli Bandaríkjanna og Danmerkur síðustu vikur vegna löngunar Donald Trump til að fá yfirráð yfir Grænlandi. Þar er stórpólitískur leikur í gangi og ekki útséð um hvernig honum lýkur. En það eru einnig önnur vandamál uppi á borðinu, þó ekki í samskiptum ríkjanna, því Bandaríkjamenn hafa óskað eftir því að kaupa egg frá Danmörku.

Stór eggjakrísa er í Bandaríkjunum. Þar er mikill skortur á eggjum því rúmlega 50 milljónum varphænum hefur verið slátrað síðan í október vegna fuglaflensunnar. Þar með er stórt skarð hoggið í varphænustofninni.

AgriWatch segir að nýlega hafi bandarísk yfirvöld leitað hófanna hjá Dönum varðandi kaup á eggjum.

Jørgen Nyberg Larsen, hjá Danske Æg, sagði að bandarísk yfirvöld hafi leitað til fyrirtækisins varðandi kaup á eggjum og hann viti að einnig hafi hófanna verið leitað hjá Hollendingum, Svíum og Finnum.

En það eru ákveðin vandamál við að selja egg til Bandaríkjanna því samkvæmt kröfu yfirvalda þar verður að þvo egg áður en þau fara á markað. Það má ekki gera í ESB.

Donald Trump ræddi um eggjakrísuna þegar hann ávarpaði bandaríska þingið nýlega og kenndi fyrirrennara sínum, Joe Biden, um.

Eggjaskorturinn þýðir að verðið hefur rokið upp úr öllu valdi. Í ársbyrjun 2024 kostuðu 12 egg 2,5 dollara, það svarar til um 340 króna. Í dag kostar sami bakki um 8 dollara, það svarar til 1.100 króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði