fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt og annað í þessu lífi sem maður má ekki stela, þar á meðal er ís einhvers. Þetta er að minnsta kosti skoðun 4 ára stráks, sem á heima í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann hringdi í neyðarlínuna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans. Vildi hann kenna henni lexíu með þessu.

CNN segir að lögreglan hafi verið send að heimili stráksins í Mount Pleasant á þriðjudag í síðustu viku eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og sagði að það yrði að handtaka mömmu hans og setja í fangelsi fyrir þennan stóra glæp.

„Mamma hegðar sé illa,“ sagði strákurinn þegar neyðarvörður svaraði hringingu hans.

„Ókey, hvað er í gangi?“ spurði neyðarvörðurinn.

„Komið og takið mömmu,“ svaraði stráksi að bragði.

Því næst tók móðir hans símann af honum, þrátt fyrir mótmæli hans, og sagði: „Þessi litli tók símann, hann er fjögurra ára,“ og síðan bætti hún við: „Ég borðaði ísinn hans, það er líklega þess vegna sem hann hringdi í neyðarlínuna.“

Lögreglan var send heim til þeirra til að ganga úr skugga um að ísþjófnaðarsagan væri ekki yfirvarp fyrir eitthvað alvarlegra.

Þegar lögreglumennirnir komu á vettvang, staðfesti strákurinn að mamma hans hefði borðað ísinn og krafðist þess að hún yrði sett í fangelsi fyrir það.

Eftir viðræður við lögreglumennina féllst hann á að leggja ekki fram kæru vegna málsins og sagðist ekki vilja að mamma hans færi í fangelsi, hann langaði bara í ís.

Tveimur dögum síðar lögreglumennirnir leið sína aftur heim til hans og færðu honum ís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna