fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Pressan
Sunnudaginn 16. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Meiner, bæjarstjóri Miami Beach í Flórída í Bandaríkjunum, reynir nú hvað hann getur til að kippa fótunum undan rekstri sjálfstæðs kvikmyndahúss í bænum.

Ástæðan er sú að kvikmyndahúsið sýndi á dögunum Óskarsverðlaunamyndina No Other Land sem var valin besta heimildarmyndin á hátíðinni sem fram fór í febrúar.

Myndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval.

Steven segir að myndin sé ekkert annað en „einhliða áróður gegn gyðingum“ og það gangi gegn gildum bæjarins að sýna íbúum hana.

Sjálfstæða kvikmyndahúsið sem um ræðir heitir O Cinema og hefur Steven lagt það til að húsaleigusamningi við kvikmyndahúsið verði sagt upp. Þá hefur hann lagt til að hætt verði að vita kvikmyndahúsinu rekstrarstyrk upp á 40 þúsund dollara á ári.

Atkvæði verða greitt um tillögu bæjarstjórans í næstu viku.

Málið hefur vakið talsverða athygli og reiði samtaka sem berjast fyrir tjáningarfrelsinu. Adam Steinbaugh, lögmaður Foundation for Individual Rights and Expression, segir að fyrsti viðauki við bandarísku stjórnarskrána tryggi frelsi til tjáningar. „Ef kvikmyndahús má ekki sýna Óskarsverðlaunamynd er eitthvað mikið að,” segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði