fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 04:05

Shitsui Hakoishi. Mynd:Heimsmetabók Guinness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður reiknar nú með að fólk sem hefur náð 108 ára aldri sé komið á eftirlaun og njóti verðskuldaðrar hvíldar eftir langt líf.  En Shitsui Hakoishi, sem er 108 ára, er ekki enn sest í helgan stein og sinnir starfi sínu sem rakari eins og hún hefur gert áratugum saman.

Þessi grannvaxna japanska kona er skráð í Heimsmetabók Guinness sem elsta konan sem starfar sem rakari og hún hefur ekki í hyggju að leggja skærin á hilluna á næstunni.

The Independet segir að Hakoishi sé elsti rakari heims sem nokkru sinni hafi starfað. Elsti karlinn var Anthony Mancinelli, frá Bandaríkjunum, sem lést 107 ára að aldri 2018 eftir að hafa komist á spjöld Heimsmetabókarinnar.

Hakoishi hefur starfað sem rakari í níu áratugi og hefur byggt upp gott samband við viðskiptavini sína en hún hefur auðvitað lifað þá marga.

„Ég hef náð svona langt vegna viðskiptavina minna,“ sagði hún á fréttamannafundi í síðustu viku en boðað var til hans vegna metsins. Var fundinum sjónvarpað.

Hún fæddist í Nakagawa 10. nóvember 1916. Hún var aðeins 14 ára þegar hún ákvað að gerast rakari. Hún flutti til Tókýó og lærði iðnina og lauk prófi tvítug. Hún opnaði síðan rakarastofu með eiginmanni sínum og eignaðist tvö börn. Eiginmaður hennar var drepinn í stríði Japans og Kína sem braust út 1937.

Hún segist ekki tilbúin til að leggja skærin á hilluna. „Ég verð 109 ára á þessu ári og ætla að halda áfram þar til ég verð 110 ára,“ sagði hún og brosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði