fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Sérstakir póstkassar hjálpa lögreglunni að góma barnaníðinga

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 04:11

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakir póstkassar fyrir börn hafa verið settir upp í skólum víða í Frakklandi. Þetta er hluti af þjóðarátaki til að fá fleiri fórnarlömb barnaníðs til að segja frá því sem þau hafa gengið í gegnum.

360 póstkassar hafa verið settir upp í skólum fram að þessu. Börn geta sett bréf í þau og taka sérfræðingar þau síðan og leggja mat á innihald þeirra.

The Independent segir að fyrsti póstkassinn hafi verið settur upp í skóla í austurhluta landsins í júní 2022. Á fyrsta deginum setti 10 ára stúlka bréf í kassann og lýsti því sem afi hennar hefði gert henni, nauðgað henni. Nokkrum dögum síðar hafði rannsókn lögreglunnar leitt í ljós að stúlkan og tvær aðrar stúlkur í fjölskyldunni, hefðu verið þolendur kynferðisofbeldis árum saman.

Afinn var sakfelldur í september síðastliðnum og dæmdur í 12 ára fangelsi.

Les Papillons, sem eru barnaverndarsamtök, segja að fram að þessu hafi 2,4% bréfanna, sem hafa verið sett í póstkassana, endað með  því að barnaverndaryfirvöld hafi þurft að grípa til aðgerða.

1,4% bréfanna hafa endað hjá saksóknurum og orðið tilefni lögreglurannsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum