fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 06:30

Hér er verið að hlú að Nathalie á ströndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nathalie Ross, 55 ára kanadísk kona, missti báðar hendurnar nýlega þegar hákarl réðst á hana á grunnsævi við Thompson‘s Cove Beach á Turks og Caicos eyjunum í Karíbahafi.

Miami Herald segir að Nathalie hafi reynt að nálgast hákarlinn til að taka myndir af honum. Hann réðst þá á hana og beit ítrekað. Eiginmaður hennar reyndi að flæma hákarlinn á brott áður en Nathalie var flutt upp á land.

Á myndum sést Nathalie liggja á ströndinni á meðan eiginmaður hennar og fleiri hlú að henni og reyna að stöðva blæðinguna.

Magnetica Media segir að Nathalie hafi misst báðar hendurnar í árásinni og að hákarlinn hafi einnig bitið hana í lærið.

Nathalie var flutt á sjúkrahús með þyrlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni