fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Tveir fangar teknir af lífi í gær – Klukkutími á milli

Pressan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 08:33

James Dennis Ford og Richard Lee Tabler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fangar á dauðadeildum í Bandaríkjunum voru teknir af lífi í gærkvöldi, annars vegar í Flórída og hins vegar í Texas. Aðeins leið um klukkutími á milli aftakanna.

Í Flórída var James Dennis Ford tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu, en hann var ákærður fyrir hrottaleg morð árið 1997.

Það ár bauð hann samstarfsmanni sínum, Gregory Malnory og eiginkonu hans, Kimberly, með í veiðiferð en með í för var tæplega tveggja ára dóttir hjónanna. Skaut hann Gregory í hnakkann áður en hann nauðgaði og drap Kimberly. Dóttir hjónanna fannst heil á húfi átján tímum síðar þar sem hún sat í blóði móður sinnar.

Í Texas var Richard Lee Tabler einnig tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu. Hann var dæmdur fyrir að skjóta tvo karlmenn til bana árið 2004. Fórnarlömbin voru Mohamed-Amine Rahmouni, eigandi strippklúbbs, og vinur hans, Hatham Frank Zayed.

Tveimur dögum síðar skaut hann tvær unglingsstúlkur til bana sem störfuðu á þessum sama klúbbi. Ekki var réttað yfir honum vegna þeirra morða þar sem hann var dæmdur til dauða fyrir fyrri tvö morðin.

Richard var starfsmaður klúbbsins en var rekinn eftir að það kastaðist í kekki á milli hans og Rahmouni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla