fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Kornabarn lést þegar móðirin reyndi að hita það með hárblásara og sofnaði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 06:30

Morgan Allison Creel. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2023 hringdi Morgan Alyson Creel í neyðarlínuna í Georgíuríki í Bandaríkjunum og tilkynnti að sex vikna sonur hennar væri meðvitundarlaus. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang sagðist Creel hafa legið með syninum og hafi verið að reyna að hlýja honum með hárblásara en hafi sofnað.

Lögreglumenn beittu endurlífgunaraðferðum á drenginn, sem var með alvarleg brunasár á hægri hlið líkamans, en ekki tókst að bjarga lífi hans. Fox5 Atlanta skýrir frá þessu.

Í skýrslu lögreglunnar kemur fram að hún hafi fundið áhöld til maríjúananeyslu á svölunum.

Creel var handtekin daginn eftir vegna gruns um illa meðferð á barni og að hafa valdið annars stigs brunasárum á litla drengnum. Hún var síðar látin laus gegn greiðslu tryggingar.

Tæplega ári síðar var hún handtekin fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Fyrr í mánuðinum var hún ákærð fyrir að hafa myrt son sinn og er hún nú í haldi lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum