fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Gagntollar Trump ekki góð tíðindi fyrir Ísland – Leggur að jöfnu tolla og virðisaukaskatt

Pressan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 21:59

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað gagntolla. Hann ætlar að leggja á sömu tollprósentu og önnur ríki og þau hafa gagnvart innfluttum vörum frá Bandaríkjunum.

„Auga fyrir auga, tollur fyrir toll, nákvæmlega sama upphæð,“ sagði Trump í kosningabaráttu sinni samkvæmt frétt mbl.is um tollana. Hann ætlar með þessu að tryggja sanngirni í garð bandarísks útflutnings.

AP-fréttastofan greinir nú frá því að Trump er þarna að leggja að jöfnu tolla annars vegar og svo virðisaukaskatt, en Trump lítur á virðisaukaskatt sem viðskiptahindrun sem eigi að taka með í útreikinga á gagntollunum. Þetta er í raun ekki það óvænt í ljósi þess að Trump og félagar hans hafa ítrekað gert athugasemd við virðisaukaskatt í Evrópu.

AP hefur það eftir háttsettum starfsmanni Hvíta hússins, sem tjáði sig í skjóli nafnleyndar, að með þessum tollum ætli Trump að freista þess að jafna út halla ríkissjóðs. Stefnt er á að koma tollunum á eins fljótt og auðið er, líklega á næstu vikum eða mánuðum.

Almennur virðisaukaskattur á Íslandi er 24% sem leggst á flestar vörur sem eru fluttar inn til Íslands frá Bandaríkjunum og svo 11% sem leggst á matvæli. Þar með gæti íslenskur útflutningur fengið á sig 11% eða 24% gagntolla bara út frá virðisaukaskattinum sem við leggjum á bandarískan innflutning, burtséð frá því hvort sá innflutningur ber tolla eða ekki og líklegt verður að telja að Trump reikni gagntollana út frá samtölu tolla og virðisaukaskatts.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, sagði á fundi peningastefnunefndar Seðlabankans þann 5. febrúar að ef tollar yrðu lagðir á Ísland myndi það leiða til þess að lífskjör á Íslandi lækka.

Gagntollar Trump verða aðlagaðir að hverju viðskiptalandi fyrir sig og markmið þeirra er að hluta til að liðka fyrir samningsviðræðum um betri milliríkjaviðskipti, þá sanngjarnari í garð Bandaríkjanna að mati Trump.

Nánar má lesa um þessi áform hjá New York Times, Forbes og USA Today

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf