fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 10:20

John Cooney er látinn, 28 ára að aldri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski boxarinn John Cooney er látinn, 28 ára að aldri, eftir að hafa verið sleginn niður í níundu lotu í bardaga sínum við Nathan Howells fyrir rúmri viku.

Cooney var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir bardagann og kom þá í ljós að blæðing hafði komið inn á heila. Hann gekkst undir aðgerð sem bar ekki tilætlaðan árangur og lést hann síðastliðinn laugardag.

Bardaginn fór fram í Belfast laugardagskvöldið 1. febrúar og var um að ræða titilbardaga gegn hinum velska Nathan Howells. Aðstandendur Cooney, foreldrar hans og unnusta, tilkynntu um andlát hans um helgina og sögðu að einstakur drengur væri nú genginn á vit feðra sinna.

Howells sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þegar Cooney lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Sagðist hann eyðilagður vegna málsins og sendi andstæðingi sínum og aðstandendum hans hlýja strauma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér