fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 10:20

John Cooney er látinn, 28 ára að aldri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski boxarinn John Cooney er látinn, 28 ára að aldri, eftir að hafa verið sleginn niður í níundu lotu í bardaga sínum við Nathan Howells fyrir rúmri viku.

Cooney var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir bardagann og kom þá í ljós að blæðing hafði komið inn á heila. Hann gekkst undir aðgerð sem bar ekki tilætlaðan árangur og lést hann síðastliðinn laugardag.

Bardaginn fór fram í Belfast laugardagskvöldið 1. febrúar og var um að ræða titilbardaga gegn hinum velska Nathan Howells. Aðstandendur Cooney, foreldrar hans og unnusta, tilkynntu um andlát hans um helgina og sögðu að einstakur drengur væri nú genginn á vit feðra sinna.

Howells sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þegar Cooney lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Sagðist hann eyðilagður vegna málsins og sendi andstæðingi sínum og aðstandendum hans hlýja strauma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins