fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 10:20

John Cooney er látinn, 28 ára að aldri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski boxarinn John Cooney er látinn, 28 ára að aldri, eftir að hafa verið sleginn niður í níundu lotu í bardaga sínum við Nathan Howells fyrir rúmri viku.

Cooney var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir bardagann og kom þá í ljós að blæðing hafði komið inn á heila. Hann gekkst undir aðgerð sem bar ekki tilætlaðan árangur og lést hann síðastliðinn laugardag.

Bardaginn fór fram í Belfast laugardagskvöldið 1. febrúar og var um að ræða titilbardaga gegn hinum velska Nathan Howells. Aðstandendur Cooney, foreldrar hans og unnusta, tilkynntu um andlát hans um helgina og sögðu að einstakur drengur væri nú genginn á vit feðra sinna.

Howells sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þegar Cooney lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Sagðist hann eyðilagður vegna málsins og sendi andstæðingi sínum og aðstandendum hans hlýja strauma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar