fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 04:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru meiri líkur, en áður var talið, að loftsteinninn 2024 YR4 lendi í árekstri við jörðina í kringum jólin 2032. Stuðst er við hættumatslista á skalanum frá 1 til 10 þegar mat er lagt á hættuna á árekstri af þessu tagi. Er 2024 YR4 nú á þriðja stigi.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur endurmetið hættuna og telur nú 2,3% líkur á árekstri en áður voru líkurnar taldar vera 1,3%. Þetta kemur fram á heimasíðu NASA.

Talið er að loftsteinninn sé á milli 30 til 90 metrar á lengd en frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að skera úr um stærð hans.

Aðeins einu sinni áður hefur loftsteinn verið settur á hærra stig en þriðja stig á fyrrgreindum hættumatslista en byrjað var að nota hann fyrir um 30 árum.

NASA fylgist nú með loftsteininum í gegnum sjónauka hér á jörðinni og mun halda því áfram þar til í apríl. Þá verður loftsteinninn of daufur á himinhvolfinu til að hægt sé að sjá hann. Hann verður síðan aftur sýnilegur í júní 2028.

James Webb geimsjónaukinn, sem er á braut um sólina og er 1,5 milljarða kílómetra frá jörðinni, mun fylgjast með loftsteininum í mars til að afla meiri upplýsinga um stærð hans.

Samhliða því sem betri upplýsingar fást um braut loftsteinsins, mun NASA geta lagt nákvæmara mat á hvort hann lendi í árekstri við jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað