fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Pressan
Mánudaginn 29. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarblaðamaður Miami Herald, Julie K. Brown, spilaði mikilvægt hlutverk í máli níðingsins Jeffrey Epsteins, en talið er að rannsóknir hennar hafi meðal annars leitt til þess að Epstein var handtekinn á sínum tíma. Hún spyr nú á samfélagsmiðlum hvers vegna viðkvæmar persónuupplýsingar hennar sé að finna í Epstein-skjölunum sem voru birt á dögunum.

Sjá einnig: Hún afhjúpaði Jeffrey Epstein – Er full efasemda um dauðdaga hans

„Vill einhver hjá dómsmálaráðuneytinu útskýra fyrir mér hvers vegna bókunarupplýsingar mínar frá American Airlines fyrir flug í júlí árið 2019 eru hluti af Epstein-skjölunum?“

Hún tekur fram að hún hafi sjálf bókað flugið og notað eftirnafnið sem hún fékk við fæðingu en ekki eftirnafnið sem hún tók upp er hún gekk í hjónaband. Telur Brown að þetta bendi til þess að dómsmálaráðuneytið hafi verið að fylgjast með ferðum hennar árið 2019 og nú vill hún vita hvers vegna.

Brown byrjaði að fjalla um málefni Epsteins árið 2017. Rannsókn hennar birtist svo í þremur liðum í nóvember árið 2018 undir yfirskriftinni: Afbökun réttlætis (e. Perversion of Justice) og samkvæmt vefsíðu Miami Herald afhjúpaði fréttaflutningurinn brot Epsteins gegn hundruðum ungra stúlkna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 1 viku

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 1 viku

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt