
Rannsóknarblaðamaður Miami Herald, Julie K. Brown, spilaði mikilvægt hlutverk í máli níðingsins Jeffrey Epsteins, en talið er að rannsóknir hennar hafi meðal annars leitt til þess að Epstein var handtekinn á sínum tíma. Hún spyr nú á samfélagsmiðlum hvers vegna viðkvæmar persónuupplýsingar hennar sé að finna í Epstein-skjölunum sem voru birt á dögunum.
Sjá einnig: Hún afhjúpaði Jeffrey Epstein – Er full efasemda um dauðdaga hans
„Vill einhver hjá dómsmálaráðuneytinu útskýra fyrir mér hvers vegna bókunarupplýsingar mínar frá American Airlines fyrir flug í júlí árið 2019 eru hluti af Epstein-skjölunum?“
Hún tekur fram að hún hafi sjálf bókað flugið og notað eftirnafnið sem hún fékk við fæðingu en ekki eftirnafnið sem hún tók upp er hún gekk í hjónaband. Telur Brown að þetta bendi til þess að dómsmálaráðuneytið hafi verið að fylgjast með ferðum hennar árið 2019 og nú vill hún vita hvers vegna.
Brown byrjaði að fjalla um málefni Epsteins árið 2017. Rannsókn hennar birtist svo í þremur liðum í nóvember árið 2018 undir yfirskriftinni: Afbökun réttlætis (e. Perversion of Justice) og samkvæmt vefsíðu Miami Herald afhjúpaði fréttaflutningurinn brot Epsteins gegn hundruðum ungra stúlkna.
Does somebody at the DOJ want to tell me why my American Airlines booking information and flights in July 2019 are part of the Epstein files (attached to a grand jury subpoena)? As the flight itinerary includes my maiden name (and I did book this flight) why was the DOJ… pic.twitter.com/m1mgP6pdgk
— julie k. brown (@jkbjournalist) December 28, 2025