
Mennirnir, hinn tvítugi Jesus Ayala, og hinn átján ára gamli Jzamir Keys, voru dæmdir í 20 og 18 ára fangelsi fyrir að aka viljandi á hjólreiðamann í Las Vegas.
Atvikið átti sér stað þann 14. ágúst 2023 þegar piltarnir voru enn undir lögaldri. Jesus var undir stýri á meðan Keys hélt á símanum og tók hann upp þegar Jesus ók viljandi á hinn 66 ára gamla Andreas Probst. Á upptöku sem spiluð var í dómnum heyrast þeir hlæja og tala um að aka aftan á manninn.
Andy, sem var fyrrverandi lögreglustjóri og tiltölulega nýfarinn á eftirlaun, lést af sárum sínum.
Bæði Ayala og Keys játuðu sök í málinu í október og voru þeir dæmdir fyrir manndráp af annarri gráðu. Dómarinn í málinu var ómyrkur í máli og sagði að þeir ættu sér engar málsbætur. Refsingin sem þeir fengu er sú þyngsta sem hægt er að fá fyrir manndráp af annarri gráðu.
Verjandi þeirra mótmælti því að piltarnir hefðu ætlað sér að verða Probst að bana. „Þeir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins og gerðu sér ekki grein fyrir hugsanlegum afleiðingum.”