
Umfjöllun Vanity Fair um fólkið í innsta hring Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur heldur betur valdið fjaðrafoki, bæði hvað innihaldið varðar sem og myndefnið.
Ljósmyndarinn Christopher Anderson tók myndir af nánasta samstarfsfólki forsetans og segja má að hann hafi ekki endilega dregið fram þeirra bestu hliðar. Washington Post ákvað meira að segja að slá á þráðinn til ljósmyndarans og spyrja hvað vakti fyrir honum.
Anderson segist hafa gert þetta árum saman. Hann tekur myndir með þessum hætti til að afhjúpa leikrit stjórnmálanna. Hann vill sýna raunverulega fólkið, en ekki glansmyndina sem það vill sjálft koma á framfæri. Hann segist gera þetta við stjórnmálamenn óháð skoðunum þeirra, þessu er ekki aðeins beint gegn hægrimönnum heldur þvert á flokka.
„Þetta er á margan hátt hvernig ég hugsa um nærmyndir: nærri, nánar og afhjúpandi.“
Hann segir að vissulega séu stjórnmálamennirnir ekki alltaf hrifnir af því að fá myndavélina alveg upp að andlitinu. Til dæmis hafi yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins, Susie Wiles, tilkynnt honum að hann væri kominn alltof nálægt henni.
Ef þú sérð ekki myndina hér að neðan, smelltu hér. Það getur einnig virkað að endurhlaða síðuna eða skipta um vafra.
View this post on Instagram
Mynd Anderson af fjölmiðlafulltrúa Trump, Karoline Leavitt, hefur vakið mesta athygli. Hefði myndavélin verið nærri henni en raunin var hefði Anderson verið að mynda munn hennar að innan. Þetta gerði að verkum að á myndinni má sjá hvert smáatriði í andliti hennar, hvernig farði hennar situr ekki nægilega vel undir augunum og að hún hafði greinilega nýlega farið í varafyllingu þar sem enn sáust merki um nálastungur.
„Ég setti þessi stunguför ekki á hana. Fólk virðist slegið yfir því að ég hafi ekki notað Photoshop til að laga hana til eða fjarlægja lýti eða stunguförin. Mér finnst sláandi að einhverjir ætlist til slíks af mér.“
Anderson gefur lítið fyrir ásakanir um að myndirnar séu árás á hægrimenn.
„Hvað get ég sagt? Þetta er farðinn sem hún setti á sig og þetta er fylliefnið sem hún lét sjálf sprauta sig með. Ef það sést á mynd, hvað er við því að segja? Ég veit ekki hvort það segi eitthvað um heiminn sem við búum í, á tímum Photoshop og gervigreindar-filtera á Instagram, en það að netheimar séu að missa sig yfir að sjá raunverulegar myndir sem ekki hefur verið átt við segir ýmislegt.“
View this post on Instagram
Það var einkum viðtal Vanity Fair við yfirmann starfsliðs Hvíta hússins, Susie Wiles, sem hefur vakið athygli, en hún fer með valdamikið embætti og stýrir daglegum rekstri Hvíta hússins.
Wiles líkti forsetanum við föður sinn. Faðir hennar var alkóhólisti og þó svo að Trump drekki ekki þá telur Wiles hann hafa alkóhólistapersónuleika. Hún lýsti því að hafa ítrekað reynt að halda aftur af forsetanum. Til dæmis lagðist hún gegn því að hann náðaði uppþotsmenn sem ruddust inn í þinghúsið þann 6. janúar 2021. Trump hlustaði ekki á hana. Eins bað hún forsetann um að bíða með að tilkynna tollahækkanir sínar, en hann hlustaði ekki á hana þá heldur.
Hún talaði einnig hispurslaust um samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni. Hún sagði að varaforsetinn JD Vance hafi verið samsæriskenningarsmiður í um áratug og kallaði yfirmann fjárlagaskrifstofunnar, Russel T. Vough, „hægrisinnaðan ofstækismann“.
Wiles fór svo ófögrum orðum um Elon Musk. „Hann er furðulegur furðufugl,“ sagði Wiles og tók fram að hann væri stórnotandi vímugjafans ketamíns.
Það vakti svo sérstaka athygli þegar Wiles vék tali sínu að Venesúela. Wiles tók fram að Trump væri staðráðinn í því að steypa forsetanum, Nicolás Madura, af stóli.
View this post on Instagram
Wiles sagði að það væri staðreynd að Donald Trump er í Epstein-sjölunum, enda hafi þeir verið góðir vinir á árum áður þegar þeir voru báðir ungir og einhleypir. Hún tók eins fram að það væri ekki til neinn listi um skjólstæðinga Epsteins.
Eftir að viðtalið birtist hefur Wiles sakað Vanity Fair um að slíta ummæli hennar úr samhengi.
„Eftir lesturinn reikna ég með að þetta hafi verið gert til að draga fram yfirþyrmandi óreiðukennda og neikvæða mynd af forsetanum og teyminu okkar.“
Trump hefur einnig komið Wiles til varna. Hún hafi orðið fyrir barðinu á afvegaleiddum blaðamanni.
Blaðamaður Vanity Fair, Chris Whipple, segist þó standa við hvern staf og bendir á að viðtölin voru öll tekin upp.
Líklega kann Karoline Leavitt ljósmyndaranum engar þakkir fyrir myndirnar sem hafa nú sett allt á hliðina. Þórðargleðin er mikil hjá andstæðingum Trump sem ráðast á Leavitt með höggum sem teljast langt fyrir neðan beltisstað. Þó nokkrir hafa deilt myndinni og halda því fram að þar virki Leavitt mun eldri en hún er í raun og veru, en hún er aðeins 28 ára gömul. Nokkrir vinstrimenn tengja það við starf hennar og segja: „Illskan eldir mann, gott fólk.“
I’m 57 years old.
Karoline Leavitt is 28.Evil ages you, folks. pic.twitter.com/XBRcnRM8Yl
— BrooklynDad_Defiant!☮️ (@mmpadellan) December 17, 2025
are those… the lip filler injection sites!? Jesus Vanity Fair went nuclear on Karoline Leavitt lmao pic.twitter.com/aXCybLLghT
— Peter Twinklage (@PeterTwinklage) December 16, 2025
We see you Vanity Fair.
Reality distortion machine.
Your smear of Karoline Leavitt is embarrassing. We have eyes and functioning brains.
Here’s a reality check for you… pic.twitter.com/YMJ5HjfX3f
— Benny Johnson (@bennyjohnson) December 16, 2025
Vanity Fair, I wasn’t familiar with your game. Well done. pic.twitter.com/w8YIkHXjs0
— Jamie Bonkiewicz (@JamieBonkiewicz) December 16, 2025
I’m obsessed with Vanity Fair posting evidence that hate ages you and that no amount of gender affirming care helps if you’re inherently a bad person. pic.twitter.com/DfBHEsL2aK
— Sarah Ironside 💙 (@SarahIronside6) December 16, 2025
Evil ages https://t.co/Dn27TZZBQb
— Tara Angel 🚶🏽♀️That Sighing Bítch (@TaraAngel94) December 16, 2025
MAGA folks often say that being on the side of evil ages you. Usually they’re talking about Democrats and refer to some of the more senior people in the party.
But Karoline Leavitt is only 28.
Maybe they’re right about the whole „evil ages you“ thing. pic.twitter.com/YrtYaksROL
— Modern Trailhead 🇺🇸 (@ModernTrailhead) December 16, 2025