
Lögregla fékk tilkynningu um árásina rétt fyrir klukkan 18 að staðartíma í veislusalnum Monkey Space í Stockton, skammt suður af Sacramento.
Þegar lögregla kom á vettvang voru fjórir látnir, en þeir voru 8, 14, 22 og 30 ára. Í hópi hinna slösuðu voru tvö börn, 9 og 15 ára.
Lögregla telur að ekki hafi verið um handahófskennda árás að ræða og byssumaðurinn hafi átt eitthvað sökótt við þá sem voru í umræddum veislusal.
Í gærkvöldi lágu ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu.