fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Pressan
Mánudaginn 8. desember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ráðagóða Abby hefur svarað lesendum bandarískra fjölmiðla síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur verið svo vinsæl að eftir að hin upprunalega Abby, Pauline Esther Phillips, lést árið 2013 tók dóttir hennar, Jeanne Phillips, við keflinu.

Abby tekst á við ýmislegt sem brennur á lesendum hennar og endurspegla svör hennar stundum breytingar í samfélaginu sem fólk hefur ekki endilega áttað sig á.

Kattareigandi leitaði ráða hjá Abby og sagði konan að hún hefði farið í ferðalag og vinkona hennar lofað að passa köttinn á meðan. Það loforð var hins vegar svikið.

„Ég bað nýlega vinkonu mína um að passa köttinn minn á meðan ég var í burtu í nokkra daga. Við komumst að samkomulagi um að hún myndi koma við daglega til að gefa kettlingnum mínum að éta, fylla á vatnið og eyða smá tíma með kettlingnum.

Þegar ég kom til baka tók ég eftir nokkrum merkjum um að hún hefði ekki komið við á hverjum degi, ósnertir matardallar, sandkassinn fyllri en hann ætti að vera og mjög einmana og hávær köttur.

Ég hef ekki enn rætt við vinkonu mína, en ég er særð og vonsvikin. Ég treysti henni fyrir umönnun gæludýrsins míns. Ég hefði gert aðrar ráðstafanir ef ég hefði vitað að hún gæti ekki skuldbundið sig.

Ég vil ekki draga of miklar ályktanir, en mér finnst ég líka ekki geta bara vísað þessu frá mér. Hvernig nálgast ég þetta samtal án þess að blása það upp úr öllu hófi eða eyðileggja vináttuna, en samt sem áður benda á að þetta hafi ekki verið í lagi?“

Abby svaraði kattareigandanum og sagði best að gera aðrar ráðstafanir framvegis:

„Maður getur aðeins velt því fyrir sér með hvaða öðrum hætti þessi vinkona er ábyrgðarlaus. Hins vegar mæli ég ekki með því að „setja hana út í kuldann“.

Í framtíðinni, þegar þú ætlar að ferðast, gerðu aðrar ráðstafanir varðandi umönnun kattarins þíns. Þessi manneskja var ekki alveg fullkomin fyrir það hlutverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun