fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Þrír hengdir á tveimur dögum – Ekki fleiri aftökur í yfir 20 ár

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 07:30

Singapúr. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Singapúr, einu ríkasta landi heims, tóku þrjá fanga af lífi í síðustu viku en allir höfðu þeir verið dæmdir fyrir fíkniefnabrot. Alls hafa sautján fangar verið teknir af lífi í landinu það sem af er ári, mesti fjöldi frá árinu 2003.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá því að aftökurnar hafi verið framkvæmdar í skugga dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn yfirvöldum vegna dauðarefsinga fyrir fíkniefnabrot.

Fíkniefnalöggjöfin er afar ströng í Singapúr og segja yfirvöld að hún sé nauðsynleg til að fæla fólk frá því að sýsla með fíkniefni. Samkvæmt lögunum hljóta þeir sem dæmdir eru fyrir að flytja, selja eða afhenda tiltekið magn af ópíumskyldum efnum, kókaíni, metamfetamíni eða kannabis sjálfkrafa dauðadóm.

Það eru sjö aðgerðasinnar sem standa að fyrrnefndu dómsmáli, en þeir halda því fram að sjálfkrafa dauðarefsing fyrir ákveðnar tegundir fíkniefnabrota feli í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrár landsins.

Yfirvöld hafna gagnrýninni og segja afnám dauðarefsingar leiða til aukinnar brotastarfsemi og fleiri dauðsfalla.

Einn þeirra sem var tekinn af lífi í síðustu viku var flutningabílstjóri frá Malasíu, Saminathan Selvaraju. Hann var sakfelldur fyrir að hafa flutt rúmlega 300 grömm af heróíni frá Malasíu til Singapúr árið 2013. Hann hafnaði því að hafa haft vitneskju um að efnin væru í bílnum, en dómstóll féllst ekki á varnir hans og niðurstaðan stóð óhögguð þrátt fyrir áfrýjanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum