fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Óhugnanlegt heiðursmorð í Hollandi: Fór ekki eftir ströngum reglum föður síns um útlit og samskipti

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenskir saksóknarar segja að 18 ára stúlka, Ryan Al Najjar, hafi verið fórnarlamb hrottalegs „heiðursmorðs“ eftir að hún neitaði að fylgja ströngum reglum föður síns um útlit, hegðun og samskipti.

Lík hennar fannst í mýri nærri Lelystad í lok maí í fyrra, sex dögum eftir að hún hvarf af heimili fjölskyldunnar í bænum Joure í norðurhluta Hollands.

Morðið virðist hafa verið skipulagt því þegar Ryan fannst voru hendur hennar bundnar fyrir aftan bak og fætur hennar teipaðir saman. Átti hún því engan möguleika á að bjarga sér þegar henni var varpað út í mýrina.

Saksóknarar segja að málið sé dæmigert kvennamorð (e. femicide) og það hafi verið framið til að refsa Ryan fyrir óhlýðni. Fjölskyldan hafi talið að hegðun Ryan væri að skoða heiður og orðspor hennar út á við.

Bræður hennar, Mohamed, 23 ára, og Muhanad Al Najjar, 25 ára, eru fyrir dómi vegna málsins en þeir eru taldir hafa framið sjálft morðið. Faðir Ryan er grunaður um að hafa fyrirskipað morðið en hann flúði til Sýrlands, þaðan sem fjölskyldan er, eftir að Ryan fannst látin. Hann er talinn dvelja í norðurhluta Sýrlands og segja hollensk yfirvöld að nær vonlaust sé að fá hann framseldan.

Í frétt Mail Online, sem fjallar um málið, kemur fram að það sem hafi farið fyrir brjóstið á karlmönnunum í fjölskyldu Ryan hafi verið sú staðreynd að hún tók upp vestræna siði, útbjó myndbönd sem hún birti á samfélagsmiðlum, notaði farða og neitaði að bera slæðu.

Telja saksóknarar að kveikjan að morðinu hafi verið myndband á TikTok, þar sem Ryan var í beinni útsendingu, án slæðu.

Bræðurnir neita báðir sök og segja að faðir þeirra beri einn ábyrgð á morðinu. Hann hafi sent hollenskum fjölmiðlum tölvupóst og játað verknaðinn. Saksóknarar hafna þessu hins vegar og benda á síma- og staðsetningargögn sýni að allir þrír hafi verið á vettvangi þegar Ryan hvarf.

Bræðurnir eiga yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna málsins en dómur í málinu verður kveðinn upp þann 5. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum