
Karl konungur niðurlægði bróður sinn, Andrew Mountbatten-Windsor, enn á ný með því að svipta hann síðasta konunglega titlinum.
„Konungurinn hefur fyrirskipað að skipun Andrews Albert Christian Edwards Mountbatten-Windsor sem riddarafélaga af Göfugustu Sokkabandsreglunni, dagsett 23. apríl 2006, skuli felld úr gildi og ógild og að nafn hans skuli afmáð úr skrá umræddrar reglu,“ sagði í yfirlýsingu sem birt var í Gazette, opinberri skjalaskrá Bretlands.
Riddaratign Andrew af stórkrossinum af konunglegu Viktoríureglunni var einnig ógilt á mánudag, samkvæmt opinberri yfirlýsingu.
Þetta kemur í kjölfar þess að Andrew fyrrverandi hertogi af York var sviptur prinstitlinum og rekinn af heimili sínu, Royal Lodge, í október vegna tengsla sinna við hinn látna barnaníðing Jeffrey Epstein.
„Hans hátign hefur í dag hafið formlegt ferli til að fjarlægja tign, titla og heiðursmerki Andrew prins,“ sagði Buckinghamhöll í yfirlýsingu þann 30. október.
„Leigusamningur hans á Royal Lodge hefur hingað til veitt honum lögvernd til að halda áfram búsetu þar. Formleg tilkynning hefur nú verið send um að afsala leigusamningnum og hann mun flytja í aðra einkaíbúð. Þessar ávítur eru taldar nauðsynlegar, þrátt fyrir að hann haldi áfram að neita ásökunum gegn sér. Þeirra hátignir vilja gera það ljóst að hugsanir þeirra og djúpstæð samúð hafa verið og munu vera með fórnarlömbum og þeim sem hafa orðið fyrir hvers kyns ofbeldi.“
Auk prinsatitilsins hefur Andrew einnig misst titla sína sem hertogi af York, jarl af Inverness, barón Killyleagh og „hans konunglega hátign.“
Page Six greinir frá að Andrew muni bráðlega yfirgefa Royal Lodge og flytja í Sandringhamsetrið, en fyrrverandi eiginkona hans, Sarah Ferguson – sem hefur búið á staðnum síðan 2008 er sögð vera að finna annan íverustað fyrir sig en hún var einnig svipt titlinum hertogaynjan af York.
Dætur þeirra, prinsessa Beatrice og prinsessa Eugenie, munu ekki missa titla sína.
Árið 2014, í dómsskjölum sem tengdust helstu samstarfskonu Epsteins, Ghislaine Maxwell, hélt Virginia Giuffre því fram að hún hefði verið beitt mansali af hálfu Andrew þegar hún var ólögráða. Árið 2021 sakaði hún Andrew formlega um kynferðislegt ofbeldi og líkamsárás í einkamáli sem höfðað var í New York. Þótt hann neitaði að hafa nokkurn tímann hitt Giuffre og gaf jafnframt í skyn af fræg ljósmynd af þeim saman hefði verið gerð með stafrænum hætti náðu þau sátt utan réttar árið 2022.
Svipting konunglegra titla Andrew kemur í kjölfar útgáfu endurminninga Giuffre, Nobody’s Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice.
Giuffre lést fyrr á þessu ári af völdum sjálfsvígs.