fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Hvar er hún í dag? Sex ára stúlkan sem lýsti því í sjónvarpsviðtali hvernig hún vildi myrða fjölskyldu sína

Pressan
Mánudaginn 1. desember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1990 vakti bandaríska heimildarmyndin Child of Rage heimsathygli vegna óhugnanlegra draumóra hinnar sex ára gömlu Beth Thomas.

Þrátt fyrir ungan aldur hafði Beth gengið í gegnum ýmislegt á ævinni og meðal annars orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi föður síns. Þessi saklausa stúlka lýsti því í myndinni hvernig hún vildi drepa litla bróður sinn og foreldra sína.

Beth og yngri bróðir hennar Jonathan, fæddust inn í skelfilegar aðstæður, en móðir þeirra lést þegar þau voru kornabörn og í kjölfarið hófst ofbeldi föður þeirra. Þau voru vanrækt og loks tekin af föðurnum, sem glímdi við mikla áfengisfíkn, þegar Beth var 19 mánaða, árið 1984. Þeim var svo komið fyrir í fóstur og ættleidd af hjónunum Tim og Julie.

Gat ekki myndað eðlileg tengsl

Þegar þarna var komið sögu hafði Beth verið greind með það sem kallast svörunartengslaröskun (RAD) sem felur í sér að viðkomandi barn getur ekki myndað eðlilegt samband við umönnunaraðila. Hún fann ekki til kærleika gagnvart nokkrum og vildi flestum í kringum sig allt ill. Hún drap litla fugla, pyntaði fjölskylduhundinn og beitti bróður sinn ofbeldi.

Þetta gekk svo langt að foreldrarnir, Tim og Julie Tennent, neyddust til að læsa Beth inni á næturnar til að koma í veg fyrir að hún kæmist að litla bróður sínum og myndi vinna honum mein með hnífum úr eldhúsinu.

Það var ekki fyrr en Beth var orðin nokkuð stálpuð að það kom almennilega í ljós hversu illa haldin hún var. Hún þjáðist af martröðum um karlmann sem særði hana og veitt sjálfri sér áverka á kynfærasvæðinu þannig að það blæddi.

Á sama tíma var Jonathan farinn að kvarta yfir kviðverkjum á morgnana, og kom síðar í ljós að Beth hafði laumast inn í herbergi hans og barið hann þegar foreldrarnir sváfu.

Slitu ættleiðingunni

Það var sálfræðingurinn Ken Magid sem greindi Beth með svokallaðan svörunartengslaröskun, en hún getur myndast þegar ung börn fá ekki grunnöryggi, umönnun, ást eða hlýju frá umönnunaraðilum.

Eftir að heimildarmyndin var sýnd höfðu margir ekki mikla trú á því að Beth myndi bíða björt framtíð, eðlilega kannski, og lengi vel var ekki margt sem benti til þess að svo yrði.

Beth var á endanum álitin of hættuleg til að búa hjá fjölskyldunni og svo fór að Tim og Julie slitu ættleiðingunni, sögðust ekki hafa getu, þrek og þekkingu til að sjá um þetta veikt barn.

Á næstu árum fór Beth á milli stofnana og sérfræðinga, lengi vel án árangurs. En svo fór að hún náð að tengja við einn sálfræðinganna og eftir að hafa verið í meðferð í innan við ár var Beth hætt að slasa sjálfa sig og aðra og sá innilega eftir að hafa meitt litla bróður sin.

Beth var aftur ættleidd, nú af konu að nafni Nancy Thomas, sem hafði fóstrað yfirr 100 börn sem flest þjáðust af tilfinningalegum röskunum og ættleiddi hún þrjú þeirra, meðal annars Beth.

Allt breyttist

Beth breyttist smám saman í hamingjusamt barn sem gat tjáð tilfinningar sínar. Hún átti aldrei eftir að sýna ofbeldisfulla hegðun aftur. Henni gekk afar vel í skóla og fór svo í hjúkrunarfræði.

Hún sérhæfði sig í hjúkrun fyrirbura og hefur starfað við slíkt til frá árinu 2005. Árið 2010 hlaut hún verðlaun sem hjúkrunarfræðingur ársins eftir tilnefningu frá samstarfsfólki sínu.

Beth er hamingjusamlega gift móðir í dag og hefur skrifað tvær bækur ásamt kjörmóður sinni um tengslaröskun barna og hvernig henni tókst að skapa sér hamingjuríkt líf, þrátt fyrir skelfilega æsku.

Hún heldur einnig öðru hverju fyrirlestra og er ráðgefandi í meðferð barna með alvarlega tengslaröskun.

„Það var löng og erfið leið að komast hingað,“ sagði hún í viðtali árið 2016. „En fortíðin ræður ekki framtíðinni. Það skiptir máli hvað þú ákveður að gera við lífið sem þú átt eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki