fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekki hemil á grimmum hundi

Pressan
Mánudaginn 1. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Sveven sem býr í Berlín hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa ekki hemil á hundi í hans umsjá en hundurinn beit þrjár manneskjur í íbúahverfum í Berlín er maðurinn var að viðra hann. Í tveimur tilvikum var maðurinn með hundinn í of löngum taumi og í eitt skiptið gekk hundurinn laus.

Bild greinir frá.

Bitin voru alvarleg og einn brotaþolinn hefur þurft að ganga undir margar læknisaðgerðir til að fá bók meina sinna auk þess að þjást af ofsahræðslu við hunda eftir atvikið. Fyrir dómi lýsti 59 ára gömul kona því að hún hafi staðið fyrir utan lyftu er hún fann skyndilega óbærilegan sársauka í öðrum fótleggnum. Hundurinn hafði þá ráðist að henni án þess að hún yrði hans vör. Skömmu síðar sá hún bita úr eigin holdi liggja við fætur hennar. Um var að ræða bita úr fótleggnum.

Ákærði sagði fyrir dómi að honum fyndist þetta afar leitt og það hafi ekki verið ætlun hans að hundurinn biti fólk. Dómari sagði hins vegar að hann væri ábyrgur fyrir árásunum og honum hafi borið skylda til að hundurinn skaðaði ekki fólk. Það sem gerðist hafi verið fyrirsjáanlegt.

Var maðurinn dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi.

Hundinn segist hann hafa verið með í fóstri fyrir fyrrverandi unnustu sína. Ljóst er að hann getur ekki sinnt hundinum á næstunni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna