fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Pressan
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 10:30

Ef lesendur átta sig ekki á því er móðirin hér til vinstri og sonurinn til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu og sex ára gamall Ítali er nú undir rannsókn lögreglu vegna gruns um að hafa dulbúist sem móðir sín sem lést árið 2022. Var markmið mannsins, að sögn lögreglu, að innheimta lífeyri hennar eftir að hún lést.

Málið hefur vakið talsverða athygli á Ítalíu og verið líkt við kvikmyndina Mrs. Doubtfire þar sem Robin Williams bregður sér í hlutverk eldri konu til að geta verið nær börnum sínum.

Að sögn yfirvalda tilkynnti maðurinn aldrei andlát móður sinnar, Graziellu Dall’Oglio, sem lést árið 2022, 85 ára að aldri. Þess í stað hélt hann áfram að innheimta greiðslur til hennar sem námu liðlega sjö milljónum króna.

Í frétt Corriere della Sera, sem vefmiðillinn People vitnar til, kemur fram að málið hafi komist upp þegar hann mætti á skrifstofu þjóðskrár í sveitarfélaginu Borgo Virgilio til að endurnýja skilríki móður sinnar. Mun hann hafa verið klæddur í blússu og pils og með brúna hárkollu á höfðinu.

Starfsmaður skrifstofunnar er sagður hafa orðið tortrygginn þegar hann sá skeggbrodda á andliti gömlu konunnar. Þá vakti það athygli að „konan“ hafði ekið á staðinn en Dall’Oglio hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Eftir að hafa farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum kölluðu yfirvöld manninn aftur á skrifstofuna. Þar biðu hans lögreglumenn og játaði hann blekkinguna á staðnum.

Við húsleit á heimili fjölskyldunnar fannst lík Dall’Oglio. Samkvæmt Telegraph hafði líkið verið vafið inn í rúmföt, komið fyrir í svefnpoka og falið í þvottahúsi. Konan er talin hafa látist af náttúrulegum orsökum en krufning stendur þó yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum