fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælafyrirtækið Campbell’s, sem framleiðir meðal annars súpur, er í vanda þessa dagana eftir að hljóðupptöku var lekið.

Á upptökunni heyrist Martin Bally, varaforstjóri og öryggisstjóri upplýsingatæknimála hjá fyrirtækinu, tala á niðrandi hátt um vörur fyrirtækisins og viðskiptavini þess.

Í frétt Daily Mail kemur fram að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, Robert Garza, hafi höfðað mál gegn Campbell og hljóðupptakan hafi verið lögð fram í málinu. Bútur úr henni var svo birtur á Detroit- sjónvarpsstöðinni Local 4 News í síðustu viku.

Í upptökunni heyrist maður, sem sagður er vera Bally, segja: „Við seljum rusl handa fátæku fólki. Hver kaupir þetta drasl? Ég kaupi varla Campbell-vörur lengur. Þetta er ekki hollt, ekki núna þegar ég veit hvað er í þessu.“

Sá sem talar vísar líka til kjöts sem framleitt er með aðstoð líftækni og segist ekki hafa nokkurn áhuga á að borða kjúkling sem kemur úr þrívíddarprentara.

Bent er á það í frétt Daily Mail að þó svo að líftæknibreytt matvæli séu leyfð til sölu í Bandaríkjunum séu fyrirtæki skyldug til að merkja slíkar vörur.

Campbell’s hefur upplýst að repju-, maís-, soja- og sykurreyrinn sem fyrirtækið notar sé ræktaður úr erfðabreyttum fræjum.

Talsmaður Campbell Soup Company sagði við Daily Mail að fyrirtækið sé stolt af þeim mat sem það framleiðir, fólkinu sem vinnur hann og þeim hágæða hráefnum sem notuð eru.

„Ummælin á upptökunni eru ekki aðeins röng – þau eru hreint út sagt fáránleg. Munið að meint ummæli eru frá upplýsingatæknistarfsmanni sem hefur ekkert með matvælaframleiðsluna okkar að gera. Ef upptakan er ósvikin eru þessi ummæli óásættanleg. Þau endurspegla hvorki gildi okkar né menningu fyrirtækisins.“

Þá er tekið fram að Bally hafi verið settur í tímabundið leyfi á meðan málið er rannsakað.

Talsmaður fyrirtækisins segir enn fremur að kjúklingakjötið sem notað er í súpur fyrirtækisins komi frá traustum birgjum sem hafa hlotið samþykki frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þá innihaldi súpurnar kjúklingakjöt sem aldrei hefur verið meðhöndlað með sýklalyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku