fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 15:30

WASHINGTON, DC - NOVEMBER 15: Robert Kennedy Jr. speaks during "Fire Drill Friday" climate change protest on November 15, 2019 in Washington, DC. Protesters are demanding fast action for a "Green New Deal," including renewable energy by 2030, and no new exploration or drilling for fossil fuels, including the end to taxpayer subsidies to oil companies. (Photo by John Lamparski/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy Jr., er vægast sagt umdeildur. Hann hefur meðal annars sagt að sjúkt fólk beri sjálft ábyrgð á veikindum sínum, enda hafi það ekki lifað heilbrigðu lífi. Hefðu þeir bara tekið betri ákvarðanir í lífinu væru þessir einstaklingar líklega ekki veikir. En það er eitt að halda slíku fram og annað að lifa sjálfur eftir því. Þetta birtist skýrt í nærmynd The Atlantic af ráðherranum, en þar ákvað blaðamaður að spyrja ráðherrann út í hans eigin óheilbrigðu venjur.

Kennedy er nefnilega með nikótínfíkn og notar nikótínpúða jafnvel þó að sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC), sem hann er yfir, vari við því að nikótínpúðar séu gífurlega ávanabindandi. Eins stundar ráðherrann ljósabekki af miklum móð en CDC hefur eins varað við notkun þeirra og bent á að þeir geti valdið húðkrabbameini.

Blaðamaðurinn Michael Scherer ákvað að spyrja ráðherrann út í þetta og segir að spurningin hafi augljóslega komið illa við Kennedy.

„Ég er ekki að segja fólki að það ætti að gera nokkuð af því sem ég geri, ég er bara að segja því að koma sér í form.“

Nikótínfíknin er þó töluvert skárri en fíknin sem ráðherrann glímdi við á árum áður, en hann notaði heróín í 14 ár áður en honum tókst að verða edrú. Hann segir við Atlantic að þó að hann hafi nú verið í bata áratugum saman mæti hann enn daglega á fundi hjá 12 spora samtökum, sama hvar hann er staddur.

Á síðasta ári greindu fjölmiðlar frá því að Kennedy hefði verið eiginkonu sinni ótrúr er hann stofnaði til stafræns ástarsambands við blaðakonuna Olivia Nuzzi. Blaðakonan er nú að skrifa bók um samband þeirra en þar heldur hún því fram að hann hafi viðurkennt, í fyrra, að reykja ofskynjunarlyfið DMT.

Ráðherrann fer því greinilega ekki eftir eigin ráðum en í apríl á þessu ári sagði hann í samtali við CBS-fréttastofuna að honum þætti ekki réttlátt að Bandaríkjamenn sem lifa óheilbrigðu lífi ættu að fá fjárstuðning frá hinu opinbera.

„Fólk hefur val um það hversu veikt það verður – margt fólk. Ef þú hefur ekkert val ættum við að gefa þér allan þann stuðning sem þú þarft en ef þú reykir þrjá pakka af sígarettum á dag ættir þú í alvörunni að krefjast þess að samfélagið borgi þegar þú veikist?“

Atlantic greinir einnig frá því að ráðherrann sé í karlhormónameðferð. Þessi meðferð er ætluð karlmönnum með kynkirtlavanseytingu sem veldur því að þeir framleiða ekki nóg testósterón. Meðferðin er ekki ætluð karlmönnum sem framleiða minna af hormóninu sökum aldurs, líkt og í tilfelli ráðherrans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Í gær

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi