fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Pressan
Mánudaginn 24. nóvember 2025 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjarhægri þingkonan Pauline Hanson hefur valdið fjaðrafoki með klæðnaði sínum á þingfundi í dag þar sem hún klæddist búrku. Um gjörning var að ræða til að vekja athygli á kröfu þingkonunnar um að búrkur verði bannaðar í Ástralíu, en gjörningurinn hefur nú verið harðlega gagnrýndur, einkum af þingmönnum sem eru múslímar.

Reuters greinir frá því að Hanson hafi ákveðið að klæða sig í búrku eftir að henni var meinað að leggja fram frumvarp um bann við búrkum á almannafæri sem og bann við öðrum fatnaði sem múslimakonur nota til að hylja andlit sín.

Gjörningurinn olli uppþoti á þingi og þurfti að slíta þingfundi eftir að Hanson neitaði að fjarlægja búrkuna.

„Þessi þingmaður er rasisti, að sýna yfirgengilegan rasisma,“ sagði Mahreen Faruqi sem er þingmaður Græningja og er múslimi.

Þingkonan Fatima Payman, sem er sjálfstæður þingmaður og múslimi, sagði gjörninginn til skammar.

Fleiri þingmenn hafa fordæmt atvikið, eins og leiðtogi verkamannaflokksins, Penny Wong, og varaformaður stjórnarandstöðunnar, Anne Ruston. Wong segir framkomuna ekki þingmanni sæmandi og kallaði eftir því að Hanson yrði vísað út úr þingsal.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanson tekur upp á þessu en hún hefur áratugum saman talað gegn innflytjendum frá Asíu og hælisleitendum. Sömuleiðis hefur hún barist gegn búrkum og öðrum hyljandi klæðnaði múslímakvenna. Hún mætti á þing í búrku árið 2017 þar sem hún kallaði eftir búrkubanni.

Hanson situr á þingi fyrir flokk sem kallast One Nation sem er nú með fjögur þingsæti. Hún segir á Facebook að ef þingið vilji ekki sjá hana í búrku sé einföld lausn fyrir hendi.

„Ef þingið neitar að banna þetta mun ég klæðast þessum kúgandi og öfgafulla klæðnaði, sem á ekkert skylt við trúarbrögð en stofnar þjóðaröryggi okkar í hættu og styður við slæma meðferð kvenna, í þingsalnum okkar svo að allir Ástralir viti hvað er í húfi. Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku