fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Pressan
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 06:30

Joseph James DeAngelo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hefur verið stór vika fyrir örlimi, sérstaklega þá sem tilheyra stórhættulegum einstaklingum.

Í fyrsta lagi bendir ný rannsókn til þess að Hitler hafi verið með örlim og nú fullyrðir ný bók að alræmdur fjöldamorðingi sem fékk viðurnefnið „Golden State Killer“ gæti mögulega hafa komist undir hendur réttvísinnar sökum örlims síns.

Bókin er The People vs. the Golden State Killer eftir Thien Ho, saksóknara í Sacramento. Í henni greinir Ho frá því að örlimurinn hafi verið smáatriðið sem gerði það að verkum að rannsóknarlögreglumenn tengdu mörg glæpaverk við sama geranda, Joseph James DeAngelo Jr.

DeAngelo hafði verið handtekinn grunaður um nokkra hrottalega glæpi víðvegar um Kaliforníu, en lögreglan taldi að hann gæti einnig borið ábyrgð á þeim sem framin voru af geranda sem þá var þekktur sem „Nauðgarinn á Austursvæðinu“.

Fórnarlömb bæði í glæpunum sem DeAngelo var þegar grunaður um og eins í þeim málum sem enn voru óupplýst höfðu lýst því að gerandinn væri með lítið typpi.

Þar sem ekkert DNA tengdi DeAngelo við þessi óleystu mál, skrifar Ho: „Ég þurfti óbein sönnunargögn sem staðfestu að hann væri nauðgarinn á Austursvæðinu. Ég þurfti að staðfesta hversu lítill getnaðarlimur hans var.“

Lögreglumönnum og ljósmyndara var falið að taka myndir af kynfærum DeAngelo á meðan hann var í haldi.

Ho skrifar að ljósmyndarinn „kraup niður til að gera það, en hann varð pirraður eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.“ „Einn lögreglumannanna veifaði höndunum upp í loftið í gremju og gelti … „Það er ekkert þarna,’“ skrifar hann.

Lögreglan tilkynnti Ho: „Það er minna en ummál tíu senta penings og lengd þess er jöfn oddinum á litlafingri þínum.“

„Við höfðum þannig þau óbeinu sönnunargögn sem við þurftum til að staðfesta framburð fórnarlamba DeAngelo,“ skrifar Ho.

Árið 2020 játaði DeAngelo sig sekan um 26 glæpi, þar á meðal árásirnar í austurhluta borgarinnar.

Hann fékk marga lífstíðardóma í röð án möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn