fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Pressan
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Epstein-skjölin settu allt á hliðina í vikunni sem leið eftir að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu rúmlega 20 þúsund skjöl, flest þeirra tölvupósta, úr dánarbúi Jeffrey Epsteins.

Því hefur lengi verið haldið fram að fyrrum forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hafi verið fastagestur á einkaeyju Epsteins þar sem brotið var gegn ungum stúlkum.

„Bandaríkjamenn vilja vita hvað átti sér stað á eyju Epsteins. Við vitum að Bill Clinton var þar fastagestur,“ sagði formaður nefndarinnar, James Comer, í viðtali við fjölmiðla í ágúst. „Við viljum fá svör frá honum um hvað hann sá þegar hann var þar og hverjir komu við sögu.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað haldið því fram að Clinton hafi verið tíður gestur á eyjunni. Forsetinn segir að í Epstein-skjölunum sé að finna skrá yfir flugferðir til eyjunnar og að Clinton hafi verið meðal farþega í um 28 skipti.

Tölvupóstarnir sem nú hafa verið birtir benda þó til annars. Þar skrifar Epstein sjálfur: „Clinton var ALDREI NOKKURN TÍMANN þarna, aldrei.“

Clinton hefur gengist við því að hafa flogið með flugvél Epsteins. Það hafi hann gert í nokkur skipti skömmu eftir aldamótin. Hann hefur þó alltaf neitað því að hafa heimsótt eyjuna aldræmdu.

Einn þekktasti þolandi Epsteins, Virginia Giuffre, hélt því fram að hún hefði séð fyrrum forsetann á eyjunni en tók fram að hún hafi aldrei séð hann gert nokkuð saknæmt.

Þetta er þó ekki í samræmi við gögnin sem nú hafa verið birt. Árið 2015 sendi Epstein tölvupóst á rithöfundinn Michael Wolff og þverneitar því að Clinton hafi heimsótt eyjuna. Vísar Epstein til þess að tiltekin manneskja sé að ljúga því upp á fyrrum forsetann. Nafn manneskjunnar er afmáð í birtu gögnunum en af samhengingu og tímasetningunni má ráða að þar sé Epstein að vísa til Giuffre.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn