fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Pressan
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 21:55

Mæðgurnar Eva LaRue og Kaya Callahan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar Eva LaRue og Kaya Callahan segja frá því hvernig líf þeirra var snúið á hvolf af ógnandi eltihrelli um 12 ára skeið. LaRue er leikkona og þekkt meðal annars fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami og dóttir hennar er efnishöfundur, en þær eru í forsíðuviðtali People.

Hollywooddraumur hennar var að rætast. LaRue, sem var þekkt fyrir að koma fram í klassísku sápuóperunni All My Children á tíunda og fyrsta áratug 21. aldar, sá frægð sína blómstra þegar hún varð hluti af leikaraliði CSI: Miami árið 2006. Sú þáttaröð var ein af tíu mest horfðu handritsbundnu sjónvarpsþáttunum. En draumastarfið tók að breytast í martröð þegar hún fór að fá óþægilega pósta frá nafnlausum aðdáanda.

Bréfin, sem leikkonunni voru send í gegnum umboðsmann hennar og kynningarfulltrúa, innihéldu grafískt ofbeldisfull bréf sem innihéldu hótanir um nauðgun, pyntingar og morð og voru óhugnanlega undirrituð Freddie Krueger, eftir illmenninu í Nightmare on Elm Street kvikmyndunum.

Í fyrstu hélt LaRue, þá fertug og einstæð móðir sem bjó með fimm ára dóttur sinni Kaya Callahan í Los Angeles, að hatursbréfið væri kannski bara brenglað grín. En þá bárust þrjú klámfengin bréf til viðbótar frá sama sendanda innan viku og þá varð ljóst að verið var að elta hana.

„Ég ætla að innræta ótta í alla hluta lífs þíns,“ sagði eltihrellirinn í einu af bréfum sínum.

Trúr orðum sínum varð eltihrellirinn sífellt meira ógnandi í bréfum sínum þar til hann fór einnig að beina sjónum sínum að dóttur hennar, Kaya.

„Þetta voru hræðilegustu, ömurlegustu, ógeðfelldustu og skelfilegustu hótanir,“ rifjar LaRue upp. „Og svo byrjaði hann að beina þeim að litlu stúlkunni minni.“

Eitt af bréfunum

Til að tryggja öryggi dóttur sinnar lét LaRue setja upp öryggismyndavélar á heimili þeirra. Það tók yfirvöld meira en áratug að stöðva bréfasendingarnar með handtöku grunaðs manns árið 2019.

Á árunum sem liðu fluttu móðir og dóttir þrisvar sinnum til að forðast að eltihrellirinn myndi finna þær. En með hverjum flutningi tókst honum að finna nýja heimilisfangið. LaRue forðaðist að lesa öll nema fáein af tugum bréfa og hún verndaði dóttur sína með því að segja henni ekki frá bréfunum í mörg ár.

Nú upplifa þau þessa hræðilegu raun aftur með því að birtast í My Nightmare Stalker: The Eva LaRue Story, heimildarmyndaseríu frá Paramount+ sem frumsýnd verður 13. nóvember.

„Þar sem mamma hélt svo miklu leyndu vissi ég ekki mikið um það,“ segir Kaya, sem nú er 23 ára, um tökur á heimildarmyndaseríunni. „Það var eins og að endurlifa þetta og samt upplifa það í fyrsta skipti.“

LaRue, sem var fyrirsæta áður en hún fékk sín fyrstu leiklistarhlutverk, fékk sitt stóra tækifæri þegar hún var ráðin til að leika Dr. Maria Santos í All My Children árið 1993.

Hún giftist meðleikaranum John Callahan, sem lék eiginmann hennar á skjánum, og saman eignuðust þau Kaya áður en þau skildu árið 2005.

Eva LaRue í hlutverki sínu í CSI:Miami

Þegar bréfin frá Freddie Krueger fóru að berast árið 2007 voru þau ekki stíluð á heimili LaRue. Einn daginn athugaði hún heimilispóstinn og fann umslag með kunnuglegu skriftinni.

„Ég hef loksins fundið þig,“ stóð í bréfinu.

Hrellirinn varð enn ágengari árið 2019 þegar Kaya, sem þá var 17 ára og vissi af bréfunum, var kölluð úr kennslustofu á skrifstofu skólans.

Móttökukonan útskýrði að pabbi hennar hefði hringt og sagt að hann myndi sækja hana fyrir utan bygginguna. Kaya sendi mömmu sinni sms til að athuga hvort það væri satt og LaRue hringdi í fyrrverandi eiginmann sinn til að staðfesta.

Þegar hann svaraði að hann væri ekki einu sinni í Los Angeles, smellpassaði það: Eltihrellirinn hafði komist að því hvaða skóla Kaya sótti og var að þykjast vera faðir hennar. LaRue ók strax í skólann til að sækja Kaya.

Síðar sama ár leiddi DNA-greining á einu bréfanna loksins til einhvers og James David Rogers, 61 árs sem búsettur var í Ohio, var handtekinn. Árið 2022 játaði hann sig sekan um ákærur um eltihrelli samkvæmt alríkislögum og var dæmdur í 40 mánaða fangelsi.

„Það var mjög frelsandi,“ rifjar Kaya upp. „Mér fannst ég bara geta lifað eðlilegu lífi aftur.“

LaRue segir þó að hún hafi tekið þátt í heimildarmyndaseríunni til að berjast fyrir sterkari lögum til að vernda fórnarlömb ofbeldis.

„Þetta er ekki bara frægt fólk,  við öll getum orðið að skotmarki í gegnum samfélagsmiðla,“ segir hún. „Við viljum hjálpa öllum sem eru eltihrelldir og vekja von.“

James David Rogers
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Í gær

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis