Hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum í Greene-fangelsinu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum á sunnudag. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að 41 árs samfangi Ernest, Wilbert Baldwin, var handtekinn grunaður um morðið. Sá sat inni fyrir tilraun til manndráps.
Fréttastofa WBTV greinir frá því að Ernest, sem starfaði sem íþróttakennari, hafi verið dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga 15 ára stúlku. Hann átti að losna úr fangelsi í september 2027.
Nichols starfaði áður sem íþróttakennari við Ransom-miðskólann og var fyrst handtekinn árið 2009 eftir að rannsókn leiddi í ljós að hann hafði misnotað stúlku í sex mánuði árið 2008.
Samkvæmt gögnum málsins sendi hann einnig stúlkunni óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlum, þar sem hann þóttist vera sonur sinn.
Við húsleit fundust myndbönd, myndavélar og kynlífstæki á heimili hans í Huntersville, þar sem brotin áttu sér stað.