Lögregla telur að stúlkurnar hafi verið að stunda svokallað „subway surfing“ – tískufyrirbrigði sem hefur vaxið í vinsældum hjá ungu fólki.
Atvikið hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Demetrius Crichlow, forstöðumaður almenningssamgangna í borginni, hvatt foreldra og kennara til að ræða við börn og ungmenni um alvarleika slíkrar hegðunar.
Crichlow sendi samúðarkveðjur til aðstandenda stúlknanna og þeirra starfsmanna sem fundu þær. Óvíst er hvað varð stúlkunum nákvæmlega að bana.
Í frétt NBC kemur fram að það hafi færst í vöxt á undanförnum árum að ungmenni taki upp myndbönd af sér þar sem þau klifra utan á eða ofan á lestum á meðan þær eru á fullri ferð. Sex manns létust af þessum völdum í New York árið 2023 og tólf í fyrra.
Yfirvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að reyna að stöðva þessa þróun. Lögreglan hefur meðal annars notað dróna til að fylgjast með lestarteinum sem virðist hafa borið ágætan árangur. Segjast borgaryfirvöld hafa komið í veg fyrir 52 tilvik á þessu ári.